Enski boltinn

Micah Richards með svínaflensuna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Micah Richards.
Micah Richards. Nordic photos/AFP

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City hafi fengið svínaflensuna þegar hann var í fríi á Kýpur.

Leikmaðurinn er sagður á góðum batavegi en hann fær þó ekki að koma aftur til Englands strax og situr fastur á Kýpur.

„Ég varð mjög veikburða og gat varla hreyft mig eða borðað. Vinir mínir þurftum nánast að mata mig og ég vissi ekkert hvað væri að mér. Ég hélt fyrst að þetta væri áfengiseitrun eða slæm brjóstsýking. Ég hef það samt ágætt núna og bíð bara eftir leyfi til þess að komast aftur til Englands.

Forráðamenn City vita af þessu og hafa sýnt mér mikinn stuðning. Ég hugsa samt að ég eigi ekki eftir að fá sama stuðning frá liðsfélögum mínum þegar ég kem aftur á æfingar með City. Þeir eiga eftir að gera grín að mér og mæta örugglega allir með læknagrímu fyrir andlitinu," segir Richards í samtali við The Sun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×