Enski boltinn

Johnson: Hef sýnt að Mourinho hafði rangt fyrir sér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Glen Johnson og Rafa Benitez.
Glen Johnson og Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson, sem nýlega skrifaði undir samning við Liverpool eftir 17 milljón punda félagsskipti frá Porstmouth, vandar knattspyrnustjóranum José Mourinho ekki kveðjurnar en hann lék undir hans stjórn hjá Chelsea á sínum tíma.

„Ég fór frá Chelsea vegna þess að Mourinho hafði ekki trú á mér. Jafnvel þó svo að ég fengi að spila einstaka sinnum þá vissi ég að sama þó svo að ég myndi skora fjögur mörk í einum leik þá myndi ég sennilega vera settur út úr hópnum í næsta leik. Þetta drap alla þrá hjá mér til þess að spila og ég varð hálfgerð tímasprengja á þeim tíma.

Ég er viss um að Mourinho hafi haldið að ekkert yrði úr mér þegar ég fór til Portsmouth og það gefur mér spark í rassinn þegar ég hugsa um það hvar ég er í dag. Ég held ég sé búinn að sanna það að Mourinho hafði rangt fyrir sér á sínum tíma. Fólk gerir mistök, jafnvel Mourinho," segir Johnson í samtali við Sunday Times.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×