Enski boltinn

Everton fær Jo áfram á láni næsta tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jo í leik með Everton á síðasta tímabili.
Jo í leik með Everton á síðasta tímabili. Mynd/AFP

Brasilíski framherjinn Jo verður áfram á láni hjá Everton næsta tímabil eftir að Everton náði samningum við Manchester City sem á leikmanninn.

Þessi 22 ára framherji skoraði fimm sinnum í tólf leikjum með Everton á síðasta tímabili eftir að hafa komið þangað á láni um áramótin. Manchester City keypti hann síðasta sumar á 18 milljónir punda frá rússneska liðinu CSKA Moskva.

Það bar búist við að Jo myndi spila með Manchester City á næsta tímabili en þar sem félagið keypti Roque Santa Cruz frá Blackburn á dögunum þá var óljóst hversu mikið Jo fengi að spila með liðinu. Jo mun styrkja framlínu Everton sem tekur þátt í Evrópudeildinni næsta vetur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×