Enski boltinn

Hodgson: Hangeland verður líklega áfram hjá Fulham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Brede Hangeland.
Brede Hangeland. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Roy Hodgson hjá Fulham er bjartsýnn á að félagið nái að halda miðverðinum eftirsótta Brede Hangeland þrátt fyrir áhuga félaga á borð við Arsenal, Aston Villa og Manchester City um að fá Norðmanninn í sínar raðir.

Hangeland vakti athygli fyrir frábæran leik á síðustu leiktíð með Fulham og forráðamenn félagsins vonast til þess að varnarmaðurinn skrifi undir nýjan samning á Craven Cottage leikvanginum.

„Við höfum engan áhuga á að selja Hangeland og höfum boðið honum nýjan samning. Vegna þess að hann hefur ekki stokkið af stað og skrifað strax undir samninginn hafa orðrómarnir farið á kreik en Hangeland er traustur maður og ég er viss um að hann verði áfram hjá okkur. Hann er mjög ánægður hjá Fulham," segir Hodgson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×