Fleiri fréttir

Nelson mun spila gegn Lakers

Leikmenn Orlando Magic hafa tjáð fjölmiðlamönnum að Jameer Nelson muni spila með Magic gegn LA Lakers í úrslitum NBA-deildarinnar.

Man. City vill fá Tevez

Slagurinn um þjónustu Argentínumannsins Carlos Tevez er í fullum gangi. United vill halda honum og svo er vitað af áhuga bæði Liverpool og Man. City á framherjanum.

Ólafi verður ekki snúið

Ólafur Stefánsson segist ekki ætla að endurskoða þá ákvörðun sína að taka ársfrí frá landsliðinu þó svo landsliðið sé í miklum vandræðum vegna meiðsla lykilmanna þessa dagana og eigi erfiða leiki í mánuðinum.

Upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið stökk upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA í dag. Fór landsliðið úr 94. sæti í sæti númer 92. Albanía er í sætinu fyrir ofan Ísland og Katar í sætinu fyrir aftan.

Átta leikmenn í bann

Alls voru átta leikmenn úr Pepsi-deild karla dæmdir í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag. Þar af missa ÍBV og Þróttur bæði tvo leikmenn í bann.

Johnson betri en Neville og Wes Brown

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Glen Johnson, leikmaður Portsmouth, sé hans fyrsti valkostur í stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu.

Birmingham kaupir Benitez

Birmingham hefur fest kaup á Ekvadoranum Christian Benitez frá Santos Laguna. Talið er að Birmingham hafi greitt 9 milljónir punda fyrir framherjann sem er þá það mesta sem félagið hefur greitt fyrir einn leikmann.

Barcelona til í að selja Eto´o

Framherjinn Samuel Eto´o er talinn verða að samþykkja nýjan tveggja ára samning við Barcelona ef hann vill vera áfram í herbúðum félagsins. Hann hefur hingað til ekki viljað setjast að samningaborðinu og Pep Guardiola þjálfari er því farinn að leita að nýjum framherja.

Ferill Hargreaves í hættu

Meiðsli Owen Hargreaves eru svo alvarleg að hann gæti neyðst til þess að leggja skóna á hilluna á næstu tveim árum fari hnén ekki að styrkjast.

Forskot Button og Brawn ekki óviðráðanlegt

Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull telur að stigaforskot ökumanna Brawn liðsins sé ekki óviðráðnlegt verkefni, en Formúla 1 er í Tyrklandi um næstu helgi. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl þrjú ár í röð.

Ballack framlengdi við Chelsea

Þjóðverjinn Michael Ballack hefur framlengt samning sinn við Chelsea um eitt ár eða fram á næsta sumar.

Milan neitar því að Kaká sé að fara til Real

Sirkusinn í kringum Brasilíumanninn Kaká heldur áfram í dag. Í gær sagðist Kaká ekki vera að fara frá AC Milan en um kvöldið hélt útvarpsstöð á Spáni því fram að búið væri að selja hann til Real Madrid.

Nani ekki á förum frá Man. Utd

Portúgalski vængmaðurinn Nani segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé á förum frá Old Trafford í sumar.

Sótti verðlaunin á Formúlu 1 bíl

Sebastian Vettel hjá Red Bull fékk ítölsku Bandini verðlaunin fyrir frábæra frammistöðu í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann ók Formúlu 1 bíl Torro Rosso frá keppnisliðinu í Faenza til ítalska þorpsins Brisghella til að sækja verðlaun sín.

Gerrard: Þurfum fleiri leikmenn á borð við Torres

Miðjumaðurinn Steven Gerrard hjá Liverpool segir að félagið þurfi að styrkja leikmannahóp sinn talsvert til þess að geta haft betur gegn Manchester United í baráttunni um enska meistaratitilinn á næstu leiktíð.

Blackburn semur við Suður-Afríkumann

Blackburn hefur gengið frá samningum við miðvallarleikmanninn Elrio van Heerden, landsliðsmanni frá Suður-Afríku. Hann kom án greiðslu frá Club Brugge í Belgíu.

Barry í viðræðum við City

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur staðfest að miðjumaðurinn Gareth Barry hafi fengið leyfi til þess að ræða við Manchester City. Núgildandi samningur Barry við Aston Villa rennur út í lok næsta keppnistímabils en leikmaðurinn hefur fram til þessa ekki verið viljugur að framlengja hann þrátt fyrir ítrekuð boð stjórnar Aston Villa.

Ísland mætir Portúgal í dag

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Portúgal ytra í dag en liðið hélt utan í gær. Leiknir verða tveir leikir gegn heimamönnum en síðari leikurinn fer fram á morgun.

Karabatic og Kavticnik farnir frá Kiel

Þýskalandsmeistarar Kiel hafa ákveðið að selja þá Nikola Karabatic og Vid Kavticnik til Montpellier í Frakklandi. Í staðinn fær félagið þá Momir Ilic frá Gummersbach og Christian Sprenger frá Magdeburg.

Stjarnan biður Keflvíkinga afsökunar

Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru langt yfir strikið með hegðun sinni í Keflavík í gær. Þeir gerðu sig sekan um viðbjóðslegan dónaskap í garð Hauks Inga Guðnasonar og fjölskyldu hans.

Mun Mourinho henda sex mönnum út?

Jose Mourinho, þjálfari Inter, mun ekki sitja auðum höndum í sumar heldur mun hann halda ótrauður áfram við að byggja upp stórveldi hjá Inter.

Fabregas efstur á óskalista Barcelona

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Joan Laporta, forseti Barcelona, hafi sett það í forgang hjá sér að fá Cesc Fabregas aftur til félagsins frá Arsenal. Hann sé þess utan búinn að taka frá peninga fyrir kaupunum.

Beckham: Chelsea heppið að fá Ancelotti

David Beckham segir að Chelsea sé afar lánsamt að hafa fengið Carlo Ancelotti til þess að stýra liðinu. Ancelotti hefur haft mikil áhrif á Beckham síðan hann kom til AC Milan frá Bandaríkjunum.

Cisse spenntur fyrir Spurs

Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera spenntur fyrir því að ganga í raðir Tottenham í sumar. Hann var í láni hjá Sunderland síðasta vetur en er farinn aftur til Marseille þar sem Sunderland vildi ekki halda honum.

Fimmta nýja liðið vill í Formúlu 1

Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári.

Björgvin hafnaði Hammarby og samdi við Hauka

Handknattleikskappinn Björgvin Hólmgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Stjörnunnar og gengið frá tveggja ára samningi við Íslandsmeistara Hauka. Skrifað var undir samninginn í gærkvöldi.

Ekkert heyrt frá frönskum félögum

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að enn sem komið er hafi ekkert franskt félag sýnt syni sínum áhuga.

Lúkas: Mættum ekki tilbúnir

Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, var vonsvikinn eftir leikinn við ÍBV í kvöld en hans menn áttu arfaslakan leik. “Við mættum ekki tilbúnir í leikinn í kvöld, við vorum ekki tilbúnir til að berjast eins og Eyjamenn.”

Eiður Aron: Við jörðuðum þá

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið að stimpa sig inn í vörn Eyjamanna að undanförnu og átti skínandi leik í dag. Þessi ungi varnarmaður var að vonum himinlifandi eftir leikinn í dag. “Við vorum klárlega betra liðið það er alveg á hreinu. Við byrjuðum betur og jörðuðum þá alveg.”

Jóhann: Vantaði alla greddu

Jóhann Helgason, leikmaður Grindavíkur, var afar ósáttur eftir leik ÍBV og Grindavíkur. “Það vantaði alla baráttu og vilja í menn í dag.”

Gauti: Óskar átti ekki möguleika

"Það er auðvitað alger draumur að skora hérna," sagði Gauti Þorvarðarson framherji ÍBV eftir leikinn í kvöld. Gauti braut ísinn í kvöld fyrir Eyjamenn með glæsilegu marki.

Sjá næstu 50 fréttir