Íslenski boltinn

Stjarnan biður Keflvíkinga afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Ingi mátti þola ótrúlegan dónaskap frá stuðningsmönnum Stjörnunnar í gær.
Haukur Ingi mátti þola ótrúlegan dónaskap frá stuðningsmönnum Stjörnunnar í gær. Mynd/valli

Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru langt yfir strikið með hegðun sinni í Keflavík í gær. Þeir gerðu sig sekan um viðbjóðslegan dónaskap í garð Hauks Inga Guðnasonar og fjölskyldu hans.

Mátti þakka fyrir að það sauð ekki upp úr í kjölfarið enda fór þessi dónaskapur Stjörnumannanna verulega í taugarnar á stuðningsmönnum Keflavíkur.

Keflvíkingar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þeir hörmuðu framkomu þessara stuðningsmanna og sögðu hana öllum Stjörnumönnum til skammar.

Stjörnumenn báðust síðan afsökunar eftir hádegið. Lesa má báðar yfirlýsingarnar inn á heimasíðu Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×