Fleiri fréttir

Heimir: Höfum oft spilað betur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld en gat þó ekki verið annað en ánægður með að skora þrjú og halda markinu hreinu.

Rosenberg enn taplaust

Rosenborg vann í dag 4-0 sigur á Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni og er því enn taplaust á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á næsta lið.

Umfjöllun: Björn Daníel með tvö í sigri FH

Björn Daníel Sverrisson skoraði tvívegis og Atli Viðar Björnsson var með eitt þegar Íslandsmeistarar FH unnu öruggan 3-0 sigur á Fjölni í Pepsi-deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Blikarnir sóttu stig í Laugardalinn

Breiðablik náði að kría fram jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli í kvöld en Framararnir voru sterkari aðilinn á löngum köflum í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Róbert og félagar meistarar

Róbert Gunnarsson og félagar í þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach urðu í dag Evrópumeistarar eftir sigur á Gorenje Velenje frá Slóveníu í úrslitum EHF-bikarkeppninnar.

LeBron tjáir sig loksins

LeBron James er loksins búinn að opna sig eftir að lið hans, Cleveland Cavaliers, féll úr leik gegn Orlando í úrslitum Austurdeildar í NBA-körfuboltanum.

Kolding danskur meistari

Kolding varð í dag danskur meistari í handbolta eftir sigur á FC Kaupmannahöfn í oddaleik liðanna í lokaúrslitunum, 31-27.

Bruce að taka við Sunderland

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Wigan er samkvæmt Sky Sports fréttastofunni rétt við það að taka við Sunderland eftir að félagið náði samkomulagi um bótagreiðslur til að leysa Bruce undan samningi sínum við Wigan.

Ancelotti ráðinn sem knattspyrnustjóri Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur tilkynnt að hinn ítalski Carlo Ancelotti verði nætsti knattspyrnustjóri félagsins. Ancelotti sem hætti í gær sem knattspyrnustjóri AC Milan eftir níu ár í starfi þar en hann lék einnig með félaginu á árunum 1987-1992. Ancelotti skrifar undir þriggja ára samning við Lundúnafélagið.

Terry hissa á fullyrðingum Makalele

John Terry, fyrirliði Chelsea, skilur ekkert í fullyrðingum Claude Makalele í nýútkominni ævisögu miðjumannsins franska þar sem fram kemur að Teyrry hafi átt sök á því að José Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea á sínum tíma.

Kemur Jameer Nelson inn í Orlando-liðið fyrir lokaúrslitin?

Orlando Magic er komið í lokaúrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í 14 ár og mætir þar liði Los Angeles Lakers. Fyrsti leikurinn er á fimmtudaginn og svo gæti farið að Orlando Magic væri búið að fá góðan liðstyrk fyrir þann leik.

Rosaleg ferna hjá Dinart, Abalo og Fernandez

Þrír félagar Ólafs Stefánssonar í liði Ciudad Real náðu magnaðri fernu á þessu tímabili. Auk þess að vinna Meistaradeildina og spænska titilinn með Ciudad Real þá urðu þeir Ólympíumeistarar með franska landsliðinu í ágúst og síðan heimsmeistarar í febrúarbyrjun.

Carrick getur ekki spilað með enska landsliðinu vegna meiðsla

Michael Carrick leikmaður Manchester United hefur dregið sig út enska landsliðinu fyrir leiki í undankeppni HM. Carrick er meiddur á fæti og í stað hans hefur Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, kallað á James Milner 23 ára leikmann Aston Villa.

Adriano skoraði í sínum fyrsta leik með Flamengo

Brasilímaðurinn Adriano byrjaði vel hjá Flamengo en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri á Atletico Paranaense á hinum fræga Maracana-velli í Rio de Janeiro í nótt.

Sautján titlar hjá Ólafi á sex árum með Ciudad Real

Ólafur Stefánsson vann sautján titla á sex árum sínum með spænska liðinu Ciudad Real þar af varð hann bæði spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu tvö síðustu tímabilin sín. Ólafur átti stórleik og gulltryggði sigur Ciudad Real á Kiel í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem var síðasti leikur hans með spænska liðinu.

Ashley Cole: Besta tímabilið mitt hjá Chelsea

Ashley Cole, nýkrýndur bikarmeistari í fimmta sinn á ferlinum, segir tímabilið 2008-09 hafi verið það besta hjá sér í herbúðum Chelsea. Cole hefur spilað með Chelsea frá árinu 2006 þegar hann kom frá Arsenal en það hann tók hann tíma að yfirvinna erfið meiðsli sem fylgdu honum yfir á Stamford Bridge.

Ancelotti er hættur með AC Milan og Leonardo tekur við

Carlo Ancelotti og AC Milan hafa náð samkomulagi um að segja um samningi hans við liðið en Ancelotti átti eftir eitt ár af sínum samningi. Mestar líkur eru á því að Carlo Ancelotti taki við stjórastöðunni hjá Chelsea en Brasilíumaðurinn Leonardo mun taka við stöðu hans hjá AC Milan.

Magnús Lárusson var í stuði á seinni deginum

Magnús Lárusson úr Kili tryggði sér sigur á fyrsta stigamóti íslensku mótaraðarinnar sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Magnús Lárusson spilaði seinni daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Valdís Þóra lék á pari í dag og tryggði sér sigurinn

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL tryggði sér sigur í kvennaflokki á fyrsta stigamóti íslensku mótaraðarinnar sem lauk á Hólmsvelli í Leiru í dag. Valdís Þóra lék á 72 höggum í dag eða á pari og lauk því leik á 151 höggi eftir 36 holur.

Ólafur markahæstur í 7 af 8 úrslitaleikjum sínum

Ólafur Stefánsson vann í dag Meistaradeildina í fjórða sinn á ferlinum þegar hann skoraði átta mörk í 33-27 sigri Ciudad Real í seinni úrslitaleiknum á móti Kiel. Síðasta mark Ólafs í leiknum var einnig síðasta mark leiksins og gulltrygði sigurinn en þetta var einnig sextugasta mark Ólafs í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar.

Jón Arnór valinn bestur hjá Benetton af Gazzetta dello Sport

Jón Arnór stóð sig mjög vel með Benetton Treviso í fyrsta leiknum á móti ítölsku meisturunum í Montepaschi Siena í undaúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar í gær. Jón Arnór skoraði 12 stig í leiknum og fékk 7 villur á leikmenn Siena.

AC Milan komst beint í Meistaradeildina - Torino féll

AC Milan tryggði sér þriðja sætið í ítölsku deildinni í dag og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Torinó varð hinsvegar að sætta sig við að falla úr deildinni. Svíinn Zlatan tryggði sér markakóngstitilinn með tveimur mörkum í 4-3 sigri Inter.

LeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers var allt annað en sáttur eftir að lið hans féll úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando Magic fór illa með James og félaga sem allir bjuggust við að færu alla leið í lokaúrslitin. Þar mætast hinsvegar Orlando og Los Angeles.

Ólafur: Það yrði fullkominn endir að vinna Meistaradeildina

Ólafur Stefánsson spilar í dag sinn síðasta leik með spænska liðinu Ciudad Real þegar liðið mætir Kiel í seinni úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ólafur er á leiðinni til þýska liðsins Rhein Neckar Löven eftir að hafa spilað í sex ár með spænska liðinu.

Sölvi Geir: Yrði stærra fyrir mig en að vinna sænska titilinn

Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu SønderjyskE berjast fyrir lífi sínu í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. SønderjyskE tekur þá á móti Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Kára Árnasyni í liði Esbjerg og verður að ná í stig.

Eitt af stærstu afrekum Hiddink að vinna í Mekka fótboltans

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, fékk góða kveðjugjöf frá lærisveinum sínum í Chelsea sem tryggðu sér enska bikarinn í gær í síðasta leiknum undir hans stjórn. Hiddink hrósaði sínum leikmönnum í hástert fyrir að hafa komið sterkir til baka eftir martraðarbyrjun.

Orlando í lokaúrslitin - sló Cleveland út með stæl

Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig.

Jose Mourinho: Ég er orðinn ástfanginn af Inter-liðinu

Jose Mourinho er greinilega mjög sáttur með lífið og tilveruna í Mílanó en Portúgalinn er nýbúinn að framlengja samning sinn við Internazionale til ársins 2012. Inter-leikur lokaleik tímabilsins í dag og verður mikil sigurveisla á San Siro vellinum enda varð liðið ítalskur meistari fjórða árið í röð.

Luis Figo spilar sinn síðasta leik á ferlinum í dag

Luis Figo spilar í dag sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum þegar Inter Milan mætir Atalanta á heimavelli í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Figo hefur unnið fjóra meistaratitla með Inter eftir að hann kom þangað árið 2005 frá Real Madrid.

Luis Boa Morte er kominn í portúgalska landsliðið

Luis Boa Morte, miðjumaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, hefur óvænt verið valinn í portúgalska landsliðið en Portúgal mætir Albaníu í undankeppni HM um næstu helgi og Eistlandi í vináttulandsleik vikuna á eftir.

Ólafur gulltryggði Ciudad Real Evrópumeistaratitilinn í lokin

Ólafur Stefánsson vann Meistaradeildina í fjórða sinn á ferlinum þegar hann og félagar hans í Ciudad Real unnu sex marka sigur á Kiel, 33-27, í seinni úrslitaleiknum á Spáni í dag. Ólafur átti mjög góðan leik og var markahæstur hjá Ciudad með átta mörk.

Örn Ævar og Ólafur jafnir - Eygló Myrra efst hjá konunum

Örn Ævar Hjartarson úr GS og Ólafur Loftsson úr NK eru efstir og jafnir eftir fyrri daginn á fyrsta mótinu á Íslensku mótaröðinni í golfi sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO hefur forustu í kvennaflokki.

Sjá næstu 50 fréttir