Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Áttum þrjú stig skilin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Mynd/Valli
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var ósáttur við að skora ekki fleiri mörk gegn KR í kvöld.

"Við erum klárlega mikið betri í fyrri hálfleik en nýtum okkur það hinsvegar ekki. Það er slæmt! Við verðum að halda áfram að vinna í því" sagði Ólafur Þórðarson eftir 2-2 jafntefli Fylkis og KR í kvöld.

"Okkur vantar að skora mörk en við erum að skapa færin en náum ekki að klára þau nógu vel. Þeir komust betur inn í leikinn í seinni hálfleik en mér fannst við ná aftur tökum á þessu þegar leið á leikinn og fengum færi til að klára þetta"

"Við duttum aftur eftir að við komumst yfir en það var ósjálfrátt. Menn eru hálfhræddir við að halda liðinu hátt uppi þegar við erum komnir yfir og það er synd því að það skapaði það að þeir komust inn í leikinn. Það sýndi sig í leiknum að það hentar KR illa að sótt sé hátt á þá."

"Það er svekkjandi að hafa ekki stolið þessu en svona er fótboltinn. Þetta var hörkuleikur og kannski var jafntefli þokkalega sanngjarnt en mér fannst við eiga skilið að fá þrjú stig út úr þessum leik."

"Ég vissi að við myndum svara eftir þennan Stjörnuleik. Þar byrjum við vel og fáum svo mark á okkur sem hefði aldrei gerst á venjulegum velli og það sló okkur útaf laginu. Þar eins og nú fengum við færi sem við náðum ekki að nýta og það er vandamál sem við þurfum að laga," sagði Ólafur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×