Enski boltinn

Johnson betri en Neville og Wes Brown

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson með Hermanni Hreiðarssyni.
Johnson með Hermanni Hreiðarssyni. Nordic Photos/Getty Images

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Glen Johnson, leikmaður Portsmouth, sé hans fyrsti valkostur í stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu.

„Glen er númer eitt hjá mér. Við höfum samt ekki marga hægri bakverði á Englandi. Brown er til að mynda ekki í sínu besta standi en verður vonandi upp á sitt besta næsta vetur," sagði Capello sem valdi Gary Neville í hópinn þó svo hann sé vart að fara að spila.

Capello hefur einnig Micah Richards til umráða.

„Micah er ungur og efnilegur. Hann er samt of ungur og ekki enn tilbúinn til þess að byrja fyrir landsliðið," sagði Ítalinn harði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×