Enski boltinn

Nani ekki á förum frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nani verður áfram í rauðu.
Nani verður áfram í rauðu. Nordic Photos/Getty Images

Portúgalski vængmaðurinn Nani segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé á förum frá Old Trafford í sumar.

Nani kom til Man. Utd frá Sporting Lisbon sumarið 2007 á 17 milljónir punda og byrjaði vel. Síðasta tímabil gekk ekki eins vel og tók Nani ekki þeim framförum sem búist var við.

„Mín framtíð er að sjálfsögðu hjá Man. Utd. Það eru forréttindi að vera hjá svona félagi," sagði Nani við portúgalska fjölmiðla.

„Við unnum enn einn titilinn síðasta vetur og ég er mjög ánægður að vera í hópi Englandsmeistara síðustu tveggja ára.

„Ég fæddist til þess að spila fótbolta og mér líður vel þó svo ég hafi ekki spilað mikið. Ég mun ekki yfirgefa félagið eða fara eitthvað á láni. Ég mun heiðra samning minn við félagið," sagði Nani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×