Gunnar Odds: Þurfum að smíða hafsenta Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 1. júní 2009 22:26 Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. „Við vorum manni færri meirihluta leiksins. En ellefu á móti ellefu litum við ljómandi vel út og vorum þá sterkara liðið á vellinum, það er bara þannig,“ sagði Gunnar en Þróttarar misstu mann útaf á 36. mínútu. Gunnar vill þó meina að Valsmenn geti prísað sig sæla að hafa þá þegar ekki verið búnir að missa mann af velli. Guðmundur Viðar Mete fékk gult spjald snemma leiks og segir Gunnar hann heppinn að hafa ekki fengið annað. „Þegar hann ýtir á bakið Morten þá er þetta bara rautt spjald,“ segir Gunnar en dómari leiksins, Eyjólfur M. Kristinsson lét leikinn halda áfram. „Guðmundur var með gult á bakinu og stundum þegar það er þannig virðist seinna spjaldið öllu þyngra,“ sagði Gunnar sem vildi sjá Guðmund fjúka af velli. „Já já. Það sáu það allir á vellinum. Hver einasti kjaftur sem að talar um það og Valsarar líka.“ Þrátt fyrir tapið er Gunnar engu að síður sáttur við sína menn. „Við spiluðum þetta mjög vel og vorum samstíga í þessu. Þeir setja þarna seinna markið með því að skjóta í mann og inn. Menn spiluðu þessa vörn vel og Sindri er frábær markvörður. Greip vel inn í og varði frábærlega.“ Hann segir að sínir menn hafi einnig átt töluvert inni gegn Grindavík á dögunum þegar liðið tapaði 1-2 í Grindavík. „Það var ekkert slæmur leikur gegn Grindavík heldur um daginn. Fólk má heldur ekki gleyma því að að sex leikjum loknum höfum við spilað fjóra á útivelli.“ Þróttur á næst leik þann 14. júní gegn ÍBV á heimavelli. „Við verðum að nota fríið vel og tjasla mönnum saman. Við munum aldrei gefast upp, það er alveg á tæru.“ Gunnar gerði þá breytingu fyrir leikinn í kvöld að hann setti Hauk Pál Sigurðsson niður í miðvörð og Dennis Danry úr miðverði upp á miðju. „Við vorum að reyna að fá einhvern líkama til þess að glíma við Marel því hann er búinn að fara á kostum hérna í byrjun móts. Hauknum finnst ekkert leiðinlegt að slást og það gekk alveg ágætlega. Marel vill náttúrulega líka þetta „físíkal“ og það var bara að gaman að horfa á þá eigast við,“ sagði Gunnar. „Dennis kom inn á miðjuna og mér fannst koma meiri taktur í miðjuspilið við það.“ Lánið hefur ekki leikið við Þróttarara það sem af er móts. Í næsta leik eru tveir byrjunarliðsmenn í banni, þeir Runólfur Sveinn sem fékk að líta rauða spjaldið í dag og Haukur Páll sem kominn er með fimm gul. Báðir miðverðir leiksins í kvöld eru því í banni. „Við þurfum að smíða einhverja hafsenta, það er klárt,“ sagði Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. 1. júní 2009 18:15 Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. „Við vorum manni færri meirihluta leiksins. En ellefu á móti ellefu litum við ljómandi vel út og vorum þá sterkara liðið á vellinum, það er bara þannig,“ sagði Gunnar en Þróttarar misstu mann útaf á 36. mínútu. Gunnar vill þó meina að Valsmenn geti prísað sig sæla að hafa þá þegar ekki verið búnir að missa mann af velli. Guðmundur Viðar Mete fékk gult spjald snemma leiks og segir Gunnar hann heppinn að hafa ekki fengið annað. „Þegar hann ýtir á bakið Morten þá er þetta bara rautt spjald,“ segir Gunnar en dómari leiksins, Eyjólfur M. Kristinsson lét leikinn halda áfram. „Guðmundur var með gult á bakinu og stundum þegar það er þannig virðist seinna spjaldið öllu þyngra,“ sagði Gunnar sem vildi sjá Guðmund fjúka af velli. „Já já. Það sáu það allir á vellinum. Hver einasti kjaftur sem að talar um það og Valsarar líka.“ Þrátt fyrir tapið er Gunnar engu að síður sáttur við sína menn. „Við spiluðum þetta mjög vel og vorum samstíga í þessu. Þeir setja þarna seinna markið með því að skjóta í mann og inn. Menn spiluðu þessa vörn vel og Sindri er frábær markvörður. Greip vel inn í og varði frábærlega.“ Hann segir að sínir menn hafi einnig átt töluvert inni gegn Grindavík á dögunum þegar liðið tapaði 1-2 í Grindavík. „Það var ekkert slæmur leikur gegn Grindavík heldur um daginn. Fólk má heldur ekki gleyma því að að sex leikjum loknum höfum við spilað fjóra á útivelli.“ Þróttur á næst leik þann 14. júní gegn ÍBV á heimavelli. „Við verðum að nota fríið vel og tjasla mönnum saman. Við munum aldrei gefast upp, það er alveg á tæru.“ Gunnar gerði þá breytingu fyrir leikinn í kvöld að hann setti Hauk Pál Sigurðsson niður í miðvörð og Dennis Danry úr miðverði upp á miðju. „Við vorum að reyna að fá einhvern líkama til þess að glíma við Marel því hann er búinn að fara á kostum hérna í byrjun móts. Hauknum finnst ekkert leiðinlegt að slást og það gekk alveg ágætlega. Marel vill náttúrulega líka þetta „físíkal“ og það var bara að gaman að horfa á þá eigast við,“ sagði Gunnar. „Dennis kom inn á miðjuna og mér fannst koma meiri taktur í miðjuspilið við það.“ Lánið hefur ekki leikið við Þróttarara það sem af er móts. Í næsta leik eru tveir byrjunarliðsmenn í banni, þeir Runólfur Sveinn sem fékk að líta rauða spjaldið í dag og Haukur Páll sem kominn er með fimm gul. Báðir miðverðir leiksins í kvöld eru því í banni. „Við þurfum að smíða einhverja hafsenta, það er klárt,“ sagði Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. 1. júní 2009 18:15 Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. 1. júní 2009 18:15
Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12