Íslenski boltinn

Jóhann: Vantaði alla greddu

Ellert Scheving skrifar
Jóhann Helgason, til hægri á myndinni.
Jóhann Helgason, til hægri á myndinni. Mynd/Vilhelm
Jóhann Helgason, leikmaður Grindavíkur, var afar ósáttur eftir leik ÍBV og Grindavíkur. "Það vantaði alla baráttu og vilja í menn í dag."

Vörn Grindavíkur var afar ósannfærandi í leiknum og vildi Jóhann kenna "gredduleysi" um.

"Það vantaði bara gömlu góðu gredduna. Við vorum bara á hælunum og þeir voru að taka bolta númer eitt og tvo. Þú vinnur ekki marga leiki ef þú berst ekki.

Grindvíkingar eiga erfiðan leik í næstu umferð gegn FH en Jóhann er nokkuð bjartsýnn fyrir þá viðureign. "Það verður hörkuleikur og við ætlum bara að vinna leikinn. Þetta er á okkar heimavelli og við ætlum að reyna að gera hann að óvinnandi vígi."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×