Íslenski boltinn

Gauti: Óskar átti ekki möguleika

Ellert Scheving skrifar
Andri Ólafsson, til hægri, lagði upp mark fyrir Gauta Þorvarðarson í kvöld.
Andri Ólafsson, til hægri, lagði upp mark fyrir Gauta Þorvarðarson í kvöld. Mynd/Daníel

"Það er auðvitað alger draumur að skora hérna," sagði Gauti Þorvarðarson framherji ÍBV eftir leikinn í kvöld. Gauti braut ísinn í kvöld fyrir Eyjamenn með glæsilegu marki.

"Andri Ólafs lagði hann bara flott á mig og ég smellhitti tuðruna upp í samskeytin. Óskar átti ekki einu sinni möguleika á að verja þetta."

Gauti var afar ánægður með leik sinna manna í kvöld og þá sérstaklega baráttuna í liðinu.

"Við vorum ekki að spila neinn glimrandi bolta en baráttann var til staðar og hún skilaði okur þremur mörkum í kvöld."

Þetta var annar leikur Gauta í byrjunarliði í sumar og eftir þessa frammistöðu verða þær liklega fleiri.

"Ég vona að maður fái sénsinn næst en Viðar kom flottur inn af bekknum og gulltryggði okkur sigurinn. Maður verður bara standa sig á næstu dögum og vinna sér inn annað tækifæri."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×