Fótbolti

18 ára gutti sökkti Íslendingaliði Brann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gylfi Einarsson.
Gylfi Einarsson. Mynd/NordicphotosAFP

Hinn 18 ára gamli Marcus Pedersen skoraði bæði mörk Strømsgodset í 2-1 sigri á Íslendingaliðinu Brann í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson voru í vörn Brann og Gylfi Einarsson á miðjunni en Ármann Smári Björnsson var ónotaður varamaður.

Gylfa Einarssyni var skipt útaf í hálfleik fyrir Erik Bakke en Norðmaðurinn Bakke lagði upp mark Brann sem varamaðurinn David Nielsen skoraði á lokamínútum leiksins.

Með leiknum lauk 12. umferð norsku úrvalsdeildarinnar en Brann er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með sextán stig, tíu stigum á eftir toppliði Rosenborgar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×