Íslenski boltinn

Átta leikmenn í bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Árni Antoníusson.
Guðjón Árni Antoníusson. Mynd/Anton

Alls voru átta leikmenn úr Pepsi-deild karla dæmdir í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag. Þar af missa ÍBV og Þróttur bæði tvo leikmenn í bann.

Hjá ÍBV fara þeir Bjarni Rúnar Einarsson og Tony Mawejje í eins leiks bann hvor fyrir brottvísun.

Þróttararnir Haukur Páll Sigurðsson og Runólfur Sveinn Sigmundsson fara einnig í eins leiks bann. Haukur vegna fjögurra gulra spjalda en Runólfur vegna brottvísunar.

Framarinn Kristján Hauksson og Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hafa einnig verið duglegir við að safna spjöldum og gjalda þess í næstu umferð með leikbanni.

Guðjón Árni Antoníusson Keflvíkingur fær líka eins leiks bann vegna umdeildrar brottvísunar í leik Keflavíkur og Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×