Fleiri fréttir

Arsenal kaupir ungling frá Gillingham

Arsenal festi í dag kaup á 15 ára gamla framherjanum Luke Freeman frá Gillingham. Freeman þessi varð í nóvember yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í leik í enska bikarnum.

Beckham-smokkar rokseljast í Kína

Smokkategund sem framleidd er í nafni David Beckham er nú heitasta söluvaran í Kína. Knattspyrnumaðurinn hefur reyndar ekki lagt blessun sína yfir vöruna og hefur þetta farið fyrir brjóstið á stuðningsmönnum LA Galaxy í landinu.

Forföll í landsliðinu

Nokkur forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem í morgun hélt til Möltu þar sem það spilar á æfingamóti dagana 2.-6. febrúar.

Pearce ráðinn í starfslið Capello

Enska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Stuart Pearce í þjálfarateymi Fabio Capello hjá enska landsliðinu. Pearce mun ekki láta af störfum sem þjálfari 21 árs liðsins.

Þóra Helgadóttir hætt með landsliðinu

Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar.

Diaby framlengir við Arsenal

Franski miðjumaðurinn Abou Diaby hefur framlengt samning sinn við Arsenal til ársins 2012. Þessi 21 árs gamli leikmaður spilaði sinn 55. leik fyrir félagið í gær. Þá hefur félagi hans Mathieu Flamini lýst því yfir að hann ætli að vera áfram hjá félaginu þó samningur hans sé við það að renna út.

Stórleikir hjá stelpunum í kvöld

Tveir sannkallaðir stórleikir eru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem fjögur efstu lið deildarinnar berjast innbyrðis.

Boateng á leið til Aston Villa

Þýski miðjumaðurinn Kevin-Prince Boateng er að öllum líkindum á leið frá Tottenham til Aston Villa. Boateng er í 21 árs liði Þjóðverja en hefur ekki náð að sanna sig fyrir Juande Ramos síðan hann var keyptur frá Hertha Berlin í sumar.

Hutton semur við Tottenham

Tottenham hefur nú gengið frá kaupum á skoska landsliðsbakverðinum Alan Hutton frá Rangers. Sagt er að kaupverðið sé í kring um 9 milljónir punda. Tottenham hefur lengi verið að eltast við Hutton eftir að Rangers samþykktu kauptilboð í hann fyrir nokkru, en leikmaðurinn var harður í samningum.

Varejao úr leik fram yfir stjörnuleik

Brasilíumaðurinn Anderson Varejao hjá Cleveland getur ekki spilað með liði sínu fyrr en í fyrsta lagi í kring um 20. febrúar eftir að hann sneri sig illa á ökkla í leik með liði sínu á sunnudaginn.

Adebayor er einn besti framherji heimsins

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal var enn og aftur á skotskónum í gærkvöld þegar Arsenal lagði Newcastle 3-0. Félagi hans Cesc Fabregas hefur miklar mætur á honum og segir hann einn af bestu framherjum í heiminum.

Ég hefði étið Zlatan lifandi

Fyrrum varnarjaxlinn Pasquale Bruno hefur ekki mikið álit á mönnum eins og Zlatan Ibrahimovic og Alessandro Del Piero. Hann segir tíma til kominn til að kenna sænska framherjanum lexíu á knattspyrnuvellinum.

Wise verður undir minni stjórn

Kevin Keegan segir að nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle verði undir sinni stjórn. Dennis Wise hefur verið ráðinn sem fulltrúi knattspyrnusjónarmiða í stjórn Newcastle, en Keegan hefur minnt á að það sé hann sem ráði ferðinni.

Garcia framlengir við Göppingen

Íslenski landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við þýska úrvalsdeildarfélagið Göppingen. Hinn 33 ára gamli Garcia er því samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð.

Svekktur að ná ekki í Eið Smára

Í gær var greint frá því að ekkert yrði úr áætlunum Bolton um að krækja í Eið Smára Guðjohnsen á lánssamningi frá Barcelona. Gary Megson knattspyrnustjóri var vonsvikinn að ná ekki í Íslendinginn.

Seattle lagði San Antonio

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85.

Kaupir Liverpool Mascherano fyrir föstudaginn?

Rafa Benítez, stjóri Liverpool, telur að félagið geti keypt argentínska miðjumanninn Javier Mascherano fyrir lokun félagaskiptagugglans. Glugginn lokar á miðnætti á fimmtudagskvöld.

Valur vann Hamar

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann Hamar 74-58 eftir að Hamarsstúlkur höfðu haft þriggja stiga forystu í hálfleik.

Grétar og Heiðar spiluðu í jafnteflisleik

Leikjunum þremur í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 20 er lokið. Sunderland og Middlesbrough kræktu í mikilvæg stig í botnbaráttunni. Grétar Rafn og Heiðar léku fyrir Bolton sem gerði jafntefli gegn Fulham.

Arsenal vann aftur 3-0

Arsenal vann Newcastle örugglega 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin mættust í FA bikarnum á sama velli um helgina og þá urðu úrslitin á sama veg.

Alves nálgast Middlesbrough

Allt bendir til þess að brasilíski sóknarmaðurinn Afonso Alves verði bráðlega orðinn leikmaður Middlesbrough. Búið er að ná samkomulagi við félagslið hans, Heerenveen í Hollandi.

Celtic styrkir sig

Skoska liðið Glasgow Celtic fékk í dag til sín tvo leikmenn. Japanski miðjumaðurinn Koki Mizuno skrifaði undir þriggja ára samning og þá kemur Georgios Samaras á lánssamningi frá Manchester City.

Nígería áfram á markatölu

Nígería fylgir Fílabeinsströndinni upp úr B-riðli Afríkukeppninnar. Lokaumferð riðilsins var í kvöld og komust Nígeríumenn áfram á betri markatölu en Malí.

Sunderland lánar Cole til Burnley

Sóknarmaðurinn Andy Cole er kominn til Burnley á lánssamningi frá Sunderland. Burnley er í sjöunda sæti ensku 1. deildarinnar en Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með liðinu.

McAllister ráðinn stjóri Leeds

Leeds hefur gengið frá ráðningu Gary McAllister og er hann orðinn knattspyrnustjóri liðsins. Tekur hann við af Dennis Wise sem sagði upp til að hefja störf hjá Newcastle United.

Arnór útilokar að Eiður fari

Ekki er möguleiki á því að Eiður Smári Guðjohnsen fari á lánssamningi til Bolton. Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir hans og umboðsmaður, í samtali við BBC.

Grant er hættur að eyða

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist ekki ætla að kaupa fleiri leikmenn í janúarglugganum. Hann hefur þegar fengið til sín þrjá leikmenn sem kostað hafa í kring um 27 milljónir punda.

Hutton á leið til Tottenham

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Tottenham kaupi þriðja varnarmanninn í janúarglugganum. Walter Smith, stjóri Rangers í Skotlandi, segir að bakvörð félagsins Alan Hutton hafi ákveðið að semja við Lundúnaliðið.

Sissoko til Juventus

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur skrifað undir samning við ítalska knattspyrnufélagið Juventus. Kaupverðið er 8,2 milljónir punda ef marka má frétt Sky.

Stöðugar framfarir markmið Honda

Honda liðið frumsýndi keppnisbíl sinn í höfuðstöðvum liðsins í Bretlandi í hádeginu. Ross Brawn, nýr framkvæmdastjóri liðsins fór fyrir sínum mönnum, en ökumenn liðsins verða Jenson Button og Rubens Barrichello.

Ronaldo á von á vænum bónus

Cristiano Ronaldo mun fá stóran bónus ef hann heldur áfram að skora grimmt fyrir Manchester United. Hann hefur þegar skorað 25 mörk í 27 leikjum fyrir United á leiktíðinni og stefnir hærra.

Mourinho orðaður við Valencia

Breska blaðið Sun fullyrðir að Jose Mourinho sé við það að taka við liði Valencia á Spáni. Spænska stórliðið er í krísu þessa dagana og er aðeins fimm stigum frá fallsæti í úrvalsdeildinni.

Barton í hóp Newcastle í kvöld

Tukthúslimurinn Joey Barton hjá Newcastle hefur fengið grænt ljós á að spila með liðinu á ný eftir að tryggingu hans var breytt. Barton var stungið í fangelsi í síðasta mánuði í tengslum við líkamsárás og hefur ekki spilað með liði sínu síðan á Þorláksmessu.

Webber snýr aftur til Golden State

Framherjinn Chris Webber hefur gefið það út að hann ætli að skrifa undir samning við Golden State Warriors í kvöld. Webber hóf feril sinn hjá liðinu árið 1993 en fór þaðan í fússi ári síðar eftir deilur við núverandi þjálfara liðsins, Don Nelson.

Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans

Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna.

Grétar byrjar en Heiðar er á bekknum

Fjórir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og fara þeir senn að hefjast. Íslendingaliðið Bolton tekur á móti Fulham og er Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton.

Mcallister að taka við Leeds?

Skotinn Gary McAllister hefur nú verið orðaður sterklega við stjórastólinn hjá Leeds United eftir að Dennis Wise fór til Newcastle. McAllister spilaði yfir 300 leiki fyrir Leeds á tíunda áratugnum og varð Englandsmeistari með liðinu árið 1992.

KR minnkaði forskot Keflavíkur

Forysta Keflavíkur í Iceland Express deild karla er tvö stig eftir leiki kvöldsins. Fimmtán umferðum er lokið í deildinni en fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir