Enski boltinn

Boateng á leið til Aston Villa

Nordic Photos / Getty Images

Þýski miðjumaðurinn Kevin-Prince Boateng er að öllum líkindum á leið frá Tottenham til Aston Villa. Boateng er í 21 árs liði Þjóðverja en hefur ekki náð að sanna sig fyrir Juande Ramos síðan hann var keyptur frá Hertha Berlin í sumar.

Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Villa í miðjumanninn unga og er hann á leið til Birmingham þar sem hann fer í samningaviðræður og svo læknisskoðun ef allt gengur að óskum.

Þá er annar ungur leikmaður Tottenham, vængmaðurinn Wayne Routledge, einnig við það að gangast undir læknisskoðun hjá Villa eftir að Tottenham samþykkti kauptilboð í hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×