Fleiri fréttir

Mínútu þögn fyrir England - Sviss

Mínútu þögn verður fyrir landsleik Englands gegn Sviss þann 6. febrúar. Þá verða 50 ár liðin frá flugslysinu í München þar sem átta leikmenn Manchester United týndu lífi.

Zambrotta ætlar að enda ferilinn á Ítalíu

Gianluca Zambrotta hefur verið talsvert orðaður við AC Milan. Þessi þrítugi leikmaður er hjá Barcelona en fer ekki leynt með að hann ætlar að enda feril sinn í ítölsku deildinni.

Bolton vill Eið Smára

Bolton hefur áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen aftur til liðsins. Þetta hefur Gary Megson, stjóri Bolton, staðfest. Megson telur þó ekki miklar líkur á að fá Eið.

Fjórir leikir í Iceland Express deildinni í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld Klukkan 19:15 mætast Tindastóll og Fjölnir á Króknum, Hamar tekur á móti Grindavík í Hveragerði og KR tekur á móti Þór í DHL Höllinni. Klukkan 20 eigast svo við Stjarnan og Snæfell í Ásgarði. Síðustu tveir leikirnir áttu að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Villa samþykkir tilboð Bolton í Cahill

Aston Villa hefur samþykkt kauptilboð Bolton í varnarmanninn Gary Cahill sem sagt er vera á bilinu 4,5 til 5 milljónir punda. Villa hafði áður neitað 4 milljóna punda tilboði í hinn 22 ára gamla varnarmann, sem hefur reyndar ekki spilað fyrir Villa síðan í sumar. Hann á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga.

Wise á leið til Newcastle

Forráðamenn Leeds hafa staðfest að knattspyrnustjórinn Dennis Wise hafi verið látinn laus frá félaginu til að ganga í starfslið Kevin Keegan hjá Newcastle í úrvalsdeildinni.

Reading kaupir vængmann

Íslendingalið Reading hefur nú fengið liðsstyrk í ensku úrvalsdeildinni en í dag gekk það frá kaupum á Malí-manninum Jimmy Kebe. Kaupverðið er ekki gefið upp en Kebe þessi er vængmaður og spilaði með Lens í Frakklandi. Hann hefur lengi verið eftirsóttur af forráðamönnum Reading.

Wenger: Erum ekki að bjóða í Woodgate

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir ekkert til í fréttum morgunsins sem sögðu Arsenal vera þriðja félagið á höttunum eftir varnarmanninum Jonathan Woodgate.

McLaren ökumönnum ekki mismunað

Þrátt fyrir mikla orrahríð í fyrra á milli Lewis Hamilton og Fernando Alonso, þá munu Hamilton og Heikki Kovalainen vera jafn réttháir innan McLaren liðsins á þessu ári.

Stjarnfræðileg útgjöld Shaquille O´Neal

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur.

Man Utd og Arsenal mætast í enska bikarnum

Nú rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu. Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Manchester United og Arsenal á Old Trafford.

Mellberg fer til Juventus í sumar

Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg hjá Aston Villa hefur samþykkt að ganga í raðir Juventus í sumar þegar samningur hans við enska félagið rennur út. Mellberg mun gera þriggja ára samning við ítalska félagið, en hinn 30 varnarmaður gekk í raðir Villa frá Santander árið 2001 fyrir 5 milljónir punda.

Baxter tekur við finnska landsliðinu

Breski þjálfarinn Stuart Baxter hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna í knattspyrnu. Baxter þjálfaði síðast lið Ólafs Inga Skúlasonar, Helsingborg í Svíþjóð. Hann hætti óvænt hjá liðinu í desember eftir að hafa komið því í 32 liða úrslit Uefa keppninnar.

Danir fá herfylgd heim

Danska landsliðið í handknattleik fær höfðinglegar móttökur þegar það snýr til heimalandsins eftir sigurinn á EM í gær. Tvær herþotur fylgja liðinu inn í danska lofthelgi og þaðan verður því smalað á ráðhústorgið í Kaupmannahöfn þar sem það verður hyllt.

Brand tekur til í þýska landsliðinu

Landsliðsþjálfarinn Heiner Brand beið ekki boðanna eftir að þýska handboltalandsliðið tapaði stórt fyrir Frökkum í bronsleiknum á EM. Hann hefur sett þrjá leikmenn út úr landsliðinu fyrir komandi verkefni vegna slakrar frammistöðu þeirra á mótinu.

Boro er að landa Alves

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough er sagt muni landa brasilíska framherjanum Alfonso Alves frá Heerenveen í Hollandi á næsta sólarhring, en aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í samningum milli félaganna. Þá hefur Boro gefið það út að vængmaðurinn Stewart Downing verði ekki seldur í janúar.

Arsenal að bjóða í Woodgate?

Breskir fréttamiðlar greina frá því í morgun að þriðja félagið sé komið inn í kapphlaupið um miðvörðinn Jonathan Woodgate hjá Middlesbrough. Talið var að Tottenham væri við það að ganga frá um 7 milljón punda kaupum á varnarmanninum, en nú er sagt að Arsenal hafi lagt fram tilboð á síðustu stundu sem Boro sé þegar búið að samþykkja.

Ömurleg helgi hjá City

Leikmenn Manchester City vilja eflaust gleyma helginni sem leið sem fyrst. Á meðan liðið var að falla úr keppni í bikarnum með 2-1 tapi fyrir B-deildarliði Sheffield United, létu þjófar greipar sópa um búningsherbergi liðsins og stálu þaðan í kring um 200 þúsund krónum úr veskjum leikmanna. Málið er í rannsókn.

Derby komið í eigu Bandaríkjamanna

Enska úrvalsdeildarfélagið Derby er nú komið í eigu bandarískra fjárfesta, General Sports and Entertainment. Hópurinn mun ekki taka á sig skuldir félagsins, en Bandaríkjamennirnir hafa verið í nokkra mánuði að skoða klúbbinn.

James hafði betur í einvíginu við Bryant

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles.

Danir eru Evrópumeistarar

Danmörk varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa tryggt sér sigur á Króötum í úrslitaleik, 24-20.

Njarðvík vann topplið Keflavíkur

Njarðvík vann öruggan sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 88-75, í Keflavík í kvöld.

Danir vel að titlinum komnir

„Úrslitaleikurinn í dag náði nú aldrei að vera mjög skemmtilegur en því er ekki að neita að Danir eru mjög vel að titlinum komnir,“ sagði Sigurður Sveinsson einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Toppbaráttan harðnar enn

Haukar unnu í dag sigur á Keflavík í sveiflukenndum leik á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna, 94-89.

Baros aftur til Englands

Portsmouth gekk í dag frá lánssamningi við Lyon þess efnis að tékkneski sóknarmaðurinn Milan Baros myndi leika með Portsmouth út leiktíðina.

Engin jafntefli í bikarnum um helgina

Ótrúlega nokk þarf ekki að endurtaka neinn leik í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar sem lauk nú í dag en engum af leikjunum sextán lauk með jafntefli.

Sheffield United sló út Manchester City

Þau óvæntu tíðindi urðu í lokaleik fjórðu umferðar ensku bikarkeppninnar að B-deildarlið Sheffield United sló út úrvalsdeildarlið Manchester City, 2-1.

Wilbek: Vorum aldrei í vafa

Ulrik Wilbek sagði í samtali við danska fjölmiðla eftir sigurinn á Króötum í úrslitaleik EM í handbolta að sínir menn hefðu aldrei efast um danskan sigur.

Knudsen: Ólýsanleg tilfinning

Michael Knudsen segir að sigur Dana á EM í Noregi sé stærsti sigur Danmerkur síðan að knattspyrnulandsliðið varð Evrópumeistari í Svíþjóð árið 1992.

Þrír skoruðu flest mörk á EM

Þeir Lars Christiansen, Ivano Balic og Nikola Karabatic skoruðu allir 44 mörk hver á EM í Noregi sem lauk í dag.

Karabatic bestur á EM

Íslendingar eiga engan leikmann í liði mótsins á EM í Noregi sem var tilkynnt í dag en Frakkinn Nikola Karabatic var valinn besti leikmaður mótsins.

Ronaldo tryggði United sigur

Cristiano Ronaldo var hetja Manchester United er hann tryggði sínum mönnum 3-1 sigur gegn Tottenham með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Nýr þjálfari þarf að huga að framtíðinni

„Það á ekki endilega að ráða íslenskan eða erlendan þjálfara í stað Alfreðs. Það þarf bara að vera eitthvað vit í ráðningunni,“ sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Viðvörunarbjöllur hringja

„HSÍ þarf ekki bara að ráða landsliðsþjálfara heldur einnig huga að framtíðinni og skipuleggja faglegu hlið handboltans,“ segir Aron Kristjánsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Frakkar tóku bronsið

Frakkar sýndu mátt sinn og megin er þeir kjöldrógu heimsmeistara Þýsklands í leik um bronsið á EM í Noregi.

Keegan reiknar ekki með Woodgate

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, á ekki von á því að Jonathan Woodgate komi til félagsins þrátt fyrir að tilboð Newcastle í hann hafi verið samþykkt af Middlesbrough.

Danir lögðu heimsmeistarana

Danmörk komst í dag í úrslit EM í handbolta í Noregi eftir að hafa lagt heimsmeistara Þýskalands í æsispennandi viðureign í undanúrslitunum.

KR tapaði dýrmætum stigum gegn Val

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag. KR hefði getað komist á topp deildarinnar en tapaði fyrir Val á heimavelli.

Chelsea áfram í bikarnum

Chelsea vann 2-1 sigur á Wigan í lokaleik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Nicolas Anelka og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Chelsea.

Loksins sigur hjá Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson var valinn maður leiksins er Hearts vann sinn fyrsta leik í síðustu tíu deildarleikjum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir