Enski boltinn

Beckham-smokkar rokseljast í Kína

Smokkategund sem framleidd er í nafni David Beckham er nú heitasta söluvaran í Kína. Knattspyrnumaðurinn hefur reyndar ekki lagt blessun sína yfir vöruna og hefur þetta farið fyrir brjóstið á stuðningsmönnum LA Galaxy í landinu.

Í vörulýsingunni segir að smokkarnir muni hjálpa notendum að "skora í rúminu eins og Beckham skorar á knattspyrnuvellinum."

"Þessi vara er ekki skráð vörumerki," sagði umboðsmaður David Beckham í samtali við The Sun á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×