Enski boltinn

Arsenal kaupir ungling frá Gillingham

Arsene Wenger hefur gott auga fyrir ungum hæfileikamönnum
Arsene Wenger hefur gott auga fyrir ungum hæfileikamönnum Nordic Photos / Getty Images

Arsenal festi í dag kaup á 15 ára gamla framherjanum Luke Freeman frá Gillingham. Freeman þessi varð í nóvember yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í leik í enska bikarnum.

Sagt er að kaupverðið sé í kring um 200,000 pund og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning um að leika með unglingaliði Arsenal. Freeman hefur verið undir smásjá fleiri liða á Englandi undanfarið og var m.a. orðaður við Newcastle og West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×