Fleiri fréttir

Belgía marði Kanada

Þó Belgía sé sem stendur í 2. sæti heimslista FIFA þá átti liðið í stökustu vandræðum gegn Kanada þegar liðin mættust á HM í fótbolta í kvöld. Það var ekki að sjá að Kanada væri á sínu fyrsta HM í 36 ár á meðan Belgía nældi í brons á síðasta móti.

Góður leikur Díönu dugði ekki til

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir kom að flestum mörkum í liði Sachsen Zwickau í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem liðið mátti þola níu marka tap gegn Union Halle-Neustadt.

Viktor Gísli lokaði á Aron og fé­laga

Franska handknattleiksfélagið Nantes gerði sér lítið fyrir og lagði Álaborg í Álaborg þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með Nantes á meðan Aron Pálmarsson spilar með Álaborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Verður vara­maður hjá Red Bull

Ökuþórinn Daniel Ricciardo hefur samið við fyrrverandi vinnuveitanda sinn Red Bull og verður þriðji ökumaður liðsins á næsta keppnistímabili í Formúlu 1.

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Varamennirnir tryggðu Japönum sigur á Þjóðverjum

Japan gerði sér lítið fyrir og vann Þýskaland, 1-2, í fyrri leik dagsins í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Japanir voru undir í hálfleik en komu til baka, skoruðu tvö mörk með átta mínútna millibili og tryggðu sér sigurinn. Báðir markaskorarar Japans leika í Þýskalandi.

Ung dóttir Baldurs bongó í þjálfun á trommunum

Tónlistarkennarinn Baldur Orri Rafnsson, betur þekktur sem „Baldur bongó“, er einn þekktasti stuðningsmaður íþróttaliða Vals. Ef það er eitthvað sem minnir sérstaklega á Val þá er það takturinn í bongó trommum hans.

Guardiola framlengir við City

Stuðningsmenn Manchester City fengu góðar fréttir í morgunsárið því Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

Patrik til meistaranna

Færeyski fótboltamaðurinn Patrik Johannesen er genginn í raðir Breiðabliks frá Keflavík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistaranna.

„Er ekkert sérstaklega góður í að gleðjast“

Þrátt fyrir að vera sigursælasti handboltaþjálfari landsliðssögunnar er Þórir Hergeirsson enn að læra að gleðjast yfir titlum. Hann segist þó vera að taka framförum á því sviði.

Hafa miklar áhyggjur af ökkla Kane - fer í myndatöku í dag

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, meiddist á ökkla í fyrsta leik liðsins á HM í Katar og þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn hafi gert lítið úr meiðslunum er ljóst að þau gætu verið mun verri en í fyrstu var haldið.

Óðinn markahæstur í Evrópusigri | Ystads hafði betur á Benidorm

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins er svissneska liðið Kadetten Schaffhausen vann öruggan sex marka sigur gegn Presov í A-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 31-37. Á sama tíma vann sænska liðið Ystads tveggja marka útisigur gegn Benidorm í B-riðli Valsmanna, 27-29.

Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri

Heimsmeistarar Frakka unnu öruggan 4-1 sigur er liðið mætti Ástralíu í fyrsta leik liðanna á HM í Katar. Olivier Giroud skoraði tvö mörk fyrir liðið og er þar með orðinn markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Thierry Henry.

Sjá næstu 50 fréttir