Handbolti

Fékk að vita kyn barnsins í beinni útsendingu: „Ertu að segja að kynjaveislan sé hér í Seinni bylgjunni?“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Árni Pálsson og Jóhann Gunnar Einarsson bregðast við þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fær að vita kynið.
Stefán Árni Pálsson og Jóhann Gunnar Einarsson bregðast við þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fær að vita kynið. S2 Sport

Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fékk óvæntan glaðning í seinasta þætti þar sem Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hélt hálfgerða kynjaveislu fyrir kollega sinn.

„Ég ætla samt að segja þér eitt. Ég er með það núna - og búinn að fá það sent - hvaða kyn barnið er,“ sagði Stefán Árni í upphafi innslagsins.

Þorgrími var eðlilega brugðið við þessar fréttir og tjáði Stefáni að þetta væri nú kannski eitthvað sem hann vildi bara heyra heima hjá sér.

„Þetta er ekki að fara í loftið. Ég tek þetta heima,“ sagði Þorgrímur.

Stefán fullvissaði kollega sinn þó um það að hann væri með leyfi frá verðandi barnsmóður hans, en Þorgrímur var þó ekki að kaupa það sem Stefán var að selja.

„Ertu að segja að kynjaveislan mín sé hérna í Seinni bylgjunni og engin kaka eða neitt? Þetta er ekki að fara í loftið.“

Þorgrímur fékk þó að lokum að vita hvort hann ætti von á dreng eða stúlku, án þess þó að vera alveg sannfærður um hvort þetta væri rétt eða hvort strákarnir væru að fíflast í honum, en þetta skemmtilega innslag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni Bylgjan - Kynjaveisla hjá Þorgrími



Fleiri fréttir

Sjá meira


×