Handbolti

Ung dóttir Baldurs bongó í þjálfun á trommunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Orri Rafnsson með dóttur sína, Eyrúnu Lilju, í þjálfun.
Baldur Orri Rafnsson með dóttur sína, Eyrúnu Lilju, í þjálfun. S2 Sport

Tónlistarkennarinn Baldur Orri Rafnsson, betur þekktur sem „Baldur bongó“, er einn þekktasti stuðningsmaður íþróttaliða Vals. Ef það er eitthvað sem minnir sérstaklega á Val þá er það takturinn í bongó trommum hans.

Kappinn kom við sögu í síðasta Seinni bylgju þætti enda höfðu þau í þættinum mikið gaman af því að Baldur er farinn að horfa til framtíðar.

„Það er alltaf stemmning á Hlíðarenda. Kannski ekki endilega troðfullt í stúkunni en það er stemmning af því að það er alltaf einn á bongótrommum að búa til læti. Það er Baldur bongó en sjáið hver er þarna líka,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar.

„Það er bongókennsla sýnist mér. Það þarf einhver að taka við ef Baldur ákveður að hætta. Hver er þetta, spurði Svava sérfræðing sinn Sigurlaugu Rúnarsdóttur.

„Þetta er dóttir hans, hún Eyrún Lilja. Hún er fjögurra ára og hún er greinilega mjög efnileg. Ég er ekkert eðlilega ánægð með hann,“ sagði Sigurlaug.

„Sjá þessa dúllu. Ég er svo ánægð með þetta því það þarf einhver að vera arftaki Baldurs,“ sagði Svava.

„Hann verður líka kannski að fá hjálp og þetta er líka stór stúka sem þarf að fylla,“ sagði Sigurlaug sposk.

Hér fyrir neðan má sjá myndina af Baldri bongó og dóttur hans á leik Valsliðsins um síðustu helgi.

Klippa: Baldur bongó kennir dóttur sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×