Sport

Dagskráin í dag: Einn leikur í Olís-deildinni og rafíþróttir frá morgni til kvölds

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar vilja slíta sig frá botnbaráttunni með sigri gegn Gróttu í kvöld.
Haukar vilja slíta sig frá botnbaráttunni með sigri gegn Gróttu í kvöld. Vísir/Diego

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem rafíþróttirnar verða fyrirferðamiklar.

Stöð 2 eSport mun bjóða upp á beinar útsendingar frá morgni til kvölds og við hefjum leik strax klukkan 08:45 þegar upphitun 1. dags haustúrslita á BLAST Premier mótaröðinni fer í gang.

Faze Clan og OG eigast svo við í fyrstu viðureign dagsins klukkan 09:00 áður en Heroic og NIP mætast klukkan 12:00. NAVI og Fluxo mætast svo klukkan 15:00 áður en Liquid og G2 Esports loka deginum í BLAST. 

Rafíþróttirnar halda þó áfram fram á nótt því stelpurnar í Babe Patrol mæta með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.

Þá er einnig einn leikur á dagskrá í Olís-deild karla þegar Grótta tekur á móti Haukum þar sem bæði lið vilja slíta sig frá botnbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×