Á mótinu keppa átta lið sem eru skipuð einum fagmanni, eða vönum keppanda, og einum þjóðþekktum Íslendingi. Keppt er í venjulegum 501 leik með nokkrum smávægilegum breytingum sem gefa þeim þjóðþekktu smá forgjöf.
Þeir Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson drógu í lið fyrir Stjörnupíluna. Dráttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Liðin

Pétur Rúðrik - Martin Hermannsson

Matti - Kristjana

Þorgeir - Adam Ægir Pálsson

Halli Egils - Tommi Steindórs

Björn Steinar - Egill Ploder

Hörður Þór - Eva Ruza

Alexander - Hjálmar Örn

Arnar Geir - Fannar Sveinsson

Stjörnupílan verður á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 laugardaginn 3. desember.