Fleiri fréttir

Kristian tryggði Jong Ajax stig með frábæru marki: Myndband

Kristian Nökkvi Hlynsson reyndist hetja Jong Ajax er liðið heimsótti Zwolle í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian jafnaði metin í 1-1 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum, en markið var af dýrari gerðinni.

„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “

„Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. 

Bayern komst aftur á sigurbraut en vandræði Leverkusen halda áfram

Eftir fjóra deildarleiki í röð án sigurs komust þýsku meistararnir í Bayern München loksins aftur á sigurbraut er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í kvöld. Vandræði gestanna halda þó enn áfram og liðið situr í fallsæti eftir fyrstu átta umferðirnar.

Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Zerq sigldi sigrinum heim

NÚ hafði unnið báða leiki sína í deildinni en með sigri gat SAGA laumað sér upp að hlið þeirri.

Eigendur PSG sagðir ætla að kaupa Espanyol til að skaða Barcelona

Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, er sagður hafa fyrirskipað Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, að festa kaup á spænska fótboltaliðinu Espanyol. Með þessu ætli Katarar að gera Barcelona skráveifu en köldu hefur andað á milli PSG og Barca síðustu misseri.

Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram

Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

„Rokk og ról á laugardaginn“

Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi.

Milliríkjadeila vegna fótboltatreyju

Marokkósk yfirvöld hafa krafist þess að þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas taki nýja treyju landsliðs Alsír úr umferð. Þau saka Alsíringa um að tileinka sér marokkóskan menningararf.

Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst.

Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro

Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu.

Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika

Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris.

100 laxa holl lokadagana í Kjósinni

Síðustu sjálfbæru árnar eru að loka þessa dagana og ein af þeim er Laxá í Kjós en það er ljóst að þessi lokatala lyftir ánni allsvakalega upp listann yfir veiðitölur.

„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“

Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta.

Alfreð rekinn frá Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum þjálfara karlaliðs félagsins eftir að hafa ákveðið að ljúka samstarfinu við Alfreð Elías Jóhannsson.

Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“

Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku.

„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“

Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina.

Dagskráin í dag: Stórleikur í Mýrinni og Seinni bylgjan

Það kennir ýmissa grasa í dagskrá sportrása Stöðvar 2 Sport sem hefst klukkan 10.00 og stendur fram á kvöld. Dagskránni lýkur með leik Stjörnunnar og Hauka í Olís deild karla í handbolta og svo Seinni bylgjunni sem hefst að leik loknum. 

Klopp með létt skot á hárgreiðslu Tsimikas

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, gerði góðlátlegt grín að hárgreiðslu gríska bakvarðarins Kostas Tsimikas á fyrstu æfingu liðsins eftir landsleikjahlé. 

Sjá næstu 50 fréttir