Handbolti

Gunni Magg kveikti í Brynjari með því að láta hann heyra það

Jón Már Ferro skrifar
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði góð áhrfi á Brynjar Vigni.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði góð áhrfi á Brynjar Vigni. Vísir/Vilhelm

Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, var frábær í sigri þeirra á Gróttu í leik liðanna í Olís deild karla í handbolta sem fram fór í Höllinni að Varmá í kvöld.

Brynjar Vignir var að vonum sáttur í viðtali eftir leik, enda með yfir 40% markvörslu.

„Þetta var mjög gaman. Bara loksins, ef ég fæ að spila þá er ég alltaf klár,” sagði Brynjar Vignir í sigurvímu.

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, lét Brynjar heyra það á æfingu í gær. Skilaboð Gunnars voru skýr í eldræðu þjálfarans. 

„Gunni kveikti aðeins í mér á æfingu í gær. Ég var ekki sáttur sko. Það kveikti dálítið í mér. Hann lét mig létt heyra það. Að ég ætti að taka beinu skotin. Sem er alveg rétt. Ég tek það bara á kassann og var klár í dag. Ég þarf að taka beinu skotin, taka mína bolta. Þá tikkar þetta alltaf inn,” sagði markvörðurinn. 

Brynjar segist setja pressu á þjálfara sinn um að byrja næsta leik. „Ég set allavega pressu á hann um að fá að spila og ég vona að ég fái tækifæri,” sagði Brynjar Vignir um framhaldið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.