Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 08:00 Max Verstappen getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð, og sinn annan á ferlinum, ef allt gengur upp hjá kappanum um helgina. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira