Ný þjóðarhöll: Skrýtið ef einhver segir „allt í plati“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 08:01 Gunnar staðfestir að nýja þjóðarhöllin verði í Laugardal rétt eins og sú gamla. Vísir/Vilhelm Það er ekki annað að heyra á Gunnari Einarssyni, formanni framkvæmdanefndar um nýja þjóðarhöll, en að verkefnið gangi vel. Hann segir mikinn hug í þeim sem að koma. „Það er rífandi gangur í vinnunni. Við erum búin að funda þrisvar sinnum og erum að teikna upp alla þá verkþætti og verkferla sem þurfa að vera í lagi. Við erum að funda með framkvæmdasýslunni núna á mánudaginn og erum að skoða leiðir með hugmyndasamkeppni og svo framvegis,“ segir Gunnar og vísar þar til Framkvæmdasýslu ríkisins sem sér um byggingu og rekstur fasteigna í ríkiseigu. „Svo gerum við ráð fyrir að funda með ráðgjafaráði, sem eru hagsmunaaðilar úr íþróttahreyfingunni. Ég vona að það verði í næstu viku. Þetta er bara á fullri ferð og það er engan bilbug á nefndinni að finna,“ Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar nýrrar þjóðarhallar. Áfram stefnt að því að klára 2025 Ummæli Sigurður Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, á Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku virtust benda til að vinnu við höllina skyldi slegið á frest. „Við munum ekki eyða peningum í nýjar framkvæmdir 2023 af því við ætlum ekki að búa hér til hærra vaxtastig,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við að tímalína verkefnisins myndi víkka. Gunnar segir framkvæmdanefndina hins vegar starfa út frá þeim grundvelli að höllin verði klár á tilsettum tíma, árið 2025, þangað til annað kemur í ljós. „Við bara störfum miðað við þær óskir og þær hafa komið mjög skýrt fram bæði frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Það er ekkert núna sem segir okkur að það gæti ekki orðið. En það er bara með svona framkvæmdir að stundum kemur upp einhver ómöguleiki vegna einhverra tafa, hvort sem að það eru kærur eða einhver ferli,“ „En nefndin starfar í samræmi við þetta, svo þegar tíminn líður sjá menn betur hvað stenst af tímamörkum,“ segir Gunnar. Fjárútlát ríksins sendi skýr skilaboð Í því samhengi segir Gunnar að skýrt sé kveðið á um þjóðarhöllina í stjórnarsáttmála og viljayfirlýsingunni sem gefin var út í maí. 100 milljónir sem ríkið setji í undirbúningsvinnuna sendi þá ákveðin skilaboð. „Nú er ríkið að setja í þetta 100 milljónir í undirbúning og það sendir ákveðin skilaboð. Svo er samkomulag í ríkisstjórn um að fara í þetta verkefni og þetta er í stjórnarsáttmálanum. Svo er viljayfirlýsing milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um ákveðna þætti og ákveðna nálgun, þannig að mér fyndist það svolítið skrýtið ef einhver myndi segja „nei, allt í plati“ og búnir að eyða 100 milljónum í undirbúning, það kæmi mér mjög á óvart,“ Ákallið eftir nýrri þjóðarhöll hefur heyrst ítrekað í fjöldamörg ár en verkefnið hefur oftar en ekki strandað á stappi milli ríkis og borgar. „Ég finn ekki neitt annað. Ég er búinn að funda bæði með fjármálaráðherra, borgarstjóra og Ásmundi [Einari Daðasyni, barnamálaráðherra] og ég finn ekkert annað en spenning og velvilja hjá þessum aðilum,“ „Ég bara horfi á viljayfirlýsinguna, á stjórnarsáttmálann, þessar 100 milljónir og þessa nefnd, ég er ekkert að velta neinu öðru fyrir mér, hvað menn segja hér og þar og út og suður,“ segir Gunnar. Mannvirki sem á að standa í 100 ár svo vanda þarf til verka Gunnar segir endanlega ákveðið að höllin verði í Laugardal, líkt og búist var við. Þó nokkrar aðrar staðsetningar hafa verið lagðar til í almenningsumræðunni á síðustu dögum, en nýja höllin verður í grennd við þá gömlu. „Ég og nefndin erum bara með þetta verkefni og núna er búið að ákveða staðsetninguna, sem er Laugardalurinn og við erum núna bara í þessum töluðu orðum að velta fyrir okkur nákvæmari staðsetningu þar. Það er nú strax stór áfangi að vera búinn að ákveða staðsetninguna,“ „Það þarf auðvitað að vera ákveðinn metnaður í svona verkefni. Ég finn ekki annað en að sá metnaður sé til staðar. Þetta er eitthvað mannvirki sem á að standa í 100 ár svo það er eins gott að gera þetta almennilega,“ segir Gunnar. Handbolti Körfubolti Reykjavík Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Það er rífandi gangur í vinnunni. Við erum búin að funda þrisvar sinnum og erum að teikna upp alla þá verkþætti og verkferla sem þurfa að vera í lagi. Við erum að funda með framkvæmdasýslunni núna á mánudaginn og erum að skoða leiðir með hugmyndasamkeppni og svo framvegis,“ segir Gunnar og vísar þar til Framkvæmdasýslu ríkisins sem sér um byggingu og rekstur fasteigna í ríkiseigu. „Svo gerum við ráð fyrir að funda með ráðgjafaráði, sem eru hagsmunaaðilar úr íþróttahreyfingunni. Ég vona að það verði í næstu viku. Þetta er bara á fullri ferð og það er engan bilbug á nefndinni að finna,“ Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar nýrrar þjóðarhallar. Áfram stefnt að því að klára 2025 Ummæli Sigurður Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, á Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku virtust benda til að vinnu við höllina skyldi slegið á frest. „Við munum ekki eyða peningum í nýjar framkvæmdir 2023 af því við ætlum ekki að búa hér til hærra vaxtastig,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við að tímalína verkefnisins myndi víkka. Gunnar segir framkvæmdanefndina hins vegar starfa út frá þeim grundvelli að höllin verði klár á tilsettum tíma, árið 2025, þangað til annað kemur í ljós. „Við bara störfum miðað við þær óskir og þær hafa komið mjög skýrt fram bæði frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Það er ekkert núna sem segir okkur að það gæti ekki orðið. En það er bara með svona framkvæmdir að stundum kemur upp einhver ómöguleiki vegna einhverra tafa, hvort sem að það eru kærur eða einhver ferli,“ „En nefndin starfar í samræmi við þetta, svo þegar tíminn líður sjá menn betur hvað stenst af tímamörkum,“ segir Gunnar. Fjárútlát ríksins sendi skýr skilaboð Í því samhengi segir Gunnar að skýrt sé kveðið á um þjóðarhöllina í stjórnarsáttmála og viljayfirlýsingunni sem gefin var út í maí. 100 milljónir sem ríkið setji í undirbúningsvinnuna sendi þá ákveðin skilaboð. „Nú er ríkið að setja í þetta 100 milljónir í undirbúning og það sendir ákveðin skilaboð. Svo er samkomulag í ríkisstjórn um að fara í þetta verkefni og þetta er í stjórnarsáttmálanum. Svo er viljayfirlýsing milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um ákveðna þætti og ákveðna nálgun, þannig að mér fyndist það svolítið skrýtið ef einhver myndi segja „nei, allt í plati“ og búnir að eyða 100 milljónum í undirbúning, það kæmi mér mjög á óvart,“ Ákallið eftir nýrri þjóðarhöll hefur heyrst ítrekað í fjöldamörg ár en verkefnið hefur oftar en ekki strandað á stappi milli ríkis og borgar. „Ég finn ekki neitt annað. Ég er búinn að funda bæði með fjármálaráðherra, borgarstjóra og Ásmundi [Einari Daðasyni, barnamálaráðherra] og ég finn ekkert annað en spenning og velvilja hjá þessum aðilum,“ „Ég bara horfi á viljayfirlýsinguna, á stjórnarsáttmálann, þessar 100 milljónir og þessa nefnd, ég er ekkert að velta neinu öðru fyrir mér, hvað menn segja hér og þar og út og suður,“ segir Gunnar. Mannvirki sem á að standa í 100 ár svo vanda þarf til verka Gunnar segir endanlega ákveðið að höllin verði í Laugardal, líkt og búist var við. Þó nokkrar aðrar staðsetningar hafa verið lagðar til í almenningsumræðunni á síðustu dögum, en nýja höllin verður í grennd við þá gömlu. „Ég og nefndin erum bara með þetta verkefni og núna er búið að ákveða staðsetninguna, sem er Laugardalurinn og við erum núna bara í þessum töluðu orðum að velta fyrir okkur nákvæmari staðsetningu þar. Það er nú strax stór áfangi að vera búinn að ákveða staðsetninguna,“ „Það þarf auðvitað að vera ákveðinn metnaður í svona verkefni. Ég finn ekki annað en að sá metnaður sé til staðar. Þetta er eitthvað mannvirki sem á að standa í 100 ár svo það er eins gott að gera þetta almennilega,“ segir Gunnar.
Handbolti Körfubolti Reykjavík Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira