Handbolti

Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveinn Jóhannssonleikur með Skjern í Danmörku.
Sveinn Jóhannssonleikur með Skjern í Danmörku. vísir/andri marinó

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en heimamenn í Skjern höfðu þó alltaf frumkvæðið og leiddu með tveimur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, 13-11.

Sveinn og félagar náðu svo mest sex marka forystu í síðari hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu eftir það. Skjern vann að lokum góðan tveggja marka sigur, 30-28, og lyfti sér um leið upp fyrir Ribe-Esbjerg í fjórða sæti deildarinnar.

Sveinn komst ekki á blað fyrir Skjern í kvöld, en Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg. Ágúst Elí Björgvinsson varði níu skot í marki gestanna, en Arnar Birkir Hálfdánarson kom lítið við sögu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.