Fleiri fréttir

Kínverjar drógu sig úr keppni vegna smits

Kínverska kvennalandsliðið í handbolta dró sig úr keppni síðastliðinn föstudag á HM sem fram fer á Spáni um þessar mundir eftir að einn leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Dagskráin í dag: Maraþondráttur á mánudegi

Íþróttirnar hafa fremur hægt um sig á þessum kalda mánudegi, en þó verður boðið upp á fimm beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þar á meðal verður dregið í útsláttakeppnir allra þriggja stóru Evrópukeppnanna í fótbolta.

Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur

Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum.

Mbappé sá um Monaco

Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain er liðið vann 2-0 heimasigur gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Inter á toppinn en Napoli missteig sig

Ítalíumeistarar Inter lyftu sér á topp Serie A með öruggum 4-0 sigri gegn Cagliari í kvöld, en Napoli mistókst að koma sér í annað sæti deildarinnar er liðið tapaði 0-1 gegn Empoli.

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Spánverjar og Danir tryggðu sér sigur í milliriðlunum

Spánn og Danmörk tryggðu sér sigur í milliriðlum þrjú og fjögur á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta með sigrum í leikjum sínum í kvöld. Danir fóru illa með Þjóðverja og unnu 16 marka sigur og Spánverjar unnu sterkan þriggja marka sigur gegn Brasilíu.

Kristján Örn skoraði níu í öruggum sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik í liði PAUC Aix er liðið vann öruggan sjö marka sigur gegn St. Raphael í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-25.

Kvörtunum Mercedes vísað frá

Opinberum kvörtunum Mercedes til alþjóðakappaksturssambandssin FIA, sem snúa að úrslitum lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1 þar sem Max Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Lewis Hamilton, hefur verið vísað frá.

Mercedes leggur fram kvartanir varðandi úrslitin

Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri.

Crystal Palace snéri aftur á sigurbraut

Eftir fjóra leiki í röð án sigurs vann Crystal Palace langþráðan 3-1 sigur er liðið tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Alfons norskur meistari með Bodø/Glimt

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér í dag norska deildarmeistaratitilinn með öruggum 0-3 útisigri geg botnliði Mjøndalen í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Vandræði Barcelona halda áfram

Spænska stórveldi Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lind­elöf átti í erfið­leikum með að anda

Victor Lindelöf þurfti að fara af velli þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leik Manchester United og Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann átti erfitt með að ná andanum og var því skipt út af.

Alexia Put­ellas: Ó­um­deilan­lega best í heimi

Hin 27 ára gamla Alexia Putellas er besta knattspyrnukona í heimi árið 2021, það er óumdeilanlegt. Hún hlaut Gullknöttinn, Balldon d‘Or, nýverið ásamt því að vera valin best að mati Guardian en hvað er það sem gerir hana jafn góða og raun ber vitni?

Auba­mey­ang aftur í aga­banni

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, virðist eiga frekar erfitt með að halda sig réttu megin við þau lög og reglur sem Mikel Arteta hefur sett hjá félaginu. 

Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra

„Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi.

Aron skoraði sex og lagði upp fjögur í naumum sigri

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 32-30, en Aron kom með beinum hætti að tíu mörkum heimamanna.

Sjá næstu 50 fréttir