Sport

Dagskráin í dag: Maraþondráttur á mánudegi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag.
Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Eurasia Sport Images/Getty Images

Íþróttirnar hafa fremur hægt um sig á þessum kalda mánudegi, en þó verður boðið upp á fimm beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þar á meðal verður dregið í útsláttakeppnir allra þriggja stóru Evrópukeppnanna í fótbolta.

Klukkan 11:00 hefst bein útsending frá höfuðstöðvum evrópska knattspyrnusambandsins þar sem dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á Stöð 2 Sport 2.

Í kjölfarið á því, eða klukkan 12:30, verður dregið í útsláttakeppni Evrópudeildarinnar á sömu rás, og klukkan 13:00 verður dregið í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar.

Klukkan 19:20 hefst svo bein útsending frá viðureign Sheffield United og Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni á Stöð 2 Sport 2.

Rafíþróttirnar eiga líka sinn sess á sportrásunum í dag, en klukkan 20:00 er GameTíví á dagskrá á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×