Handbolti

Þrettán mörk Karsten dugðu ekki gegn Japan | Tékkland loks komið á blað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elke Karsten skoraði 13 mörk í dag en það dugði ekki til sigurs.
Elke Karsten skoraði 13 mörk í dag en það dugði ekki til sigurs. EPA-EFE/Manuel Lorenzo

Japan og Tékkland unnu í dag góða sigra í milliriðlum á HM kvenna í handbolta. Hvorugt liðið á þá möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit mótsins.

Japan vann Argentínu með fjögurra marka mun, 31-27. Kaho Nakayama og Natsuki Aizawa voru markahæstar hjá Japan með sjö mörk hvor á meðan Elke Karsten skoraði 13 mörk fyrir Argentínu.

Japan endar með sex stig í milliriðli fjögur en toppliðin Spánn og Brasilía eru með átta stig og bæði eftir að leika lokaleik sinn í riðlinum.

Tékkland vann nauman sigur á Kongó eftir að staðan var jöfn 11-11 í hálfleik. Lokatölur hins vegar 24-21 og sigur Tékklands staðreynd. Dominika Zachova var markahæst í liði Tékklands með sex mörk. 

Var þetta fyrsti sigur liðsins í milliriðli 3. Tékkland er nú með tvö stig á meðan Kongó er án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×