Fleiri fréttir

Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm.

Dramatík á Brúnni | Öruggt hjá Arsenal

Það var mikil dramatík er Leeds United sótti Chelsea heim. Fór það svo að heimamenn unnu 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá vann Arsenal þægilegan sigur.

Óðinn Þór lánaður til Gum­mers­bach

Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.

Vallea kreysti fram sigur á Ármanni

Níundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk með baráttunni um fjórða sætið þar sem Vallea hafði betur, 16-14, í skemmtilegasta leik tímabilsins hingað til.

Ver­stappen á rá­spól: Heims­meistara­titillinn undir

Á morgun fer fram síðasti kappakstur ársins í Formúlu 1. Sjöfaldur heimsmeistari Lewis Hamilton og Max Verstappen eru hnífjafnir að stigum og því er ljóst að sá sem kemur fyrr í mark á morgun er heimsmeistari árið 2021.

Sterling kom Man City til bjargar

Raheem Sterling kom Manchester City til bjargar er hann skoraði eina mark liðsins gegn Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Það voru rullu­spilararnir sem gengu frá þeim“

Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri.

Ste­ve Kerr leysir Gregg Popo­vich af hólmi

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, mun taka við bandaríska landsliðinu í körfubolta. Hans fyrsta markmið verður að tryggja sæti á heimsmeistaramótinu 2023 og Ólympíuleikunum í París ári síðar.

„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“

Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið.

„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“

Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær.

Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“

„Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30.

Danir og Spánverjar flugu inn í átta liða úrslitin

Danir og Spánverjar unnu leiki sína er seinustut tveir leikir dagsins fóru fram á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Danir unnu öruggann 15 marka sigur gegn Tékkum og Spánverjar unnu fjögurra marka sigur gegn Króötum.

Valsmenn höfðu betur gegn Gróttu í hörkuleik

Valsmenn unnu í kvöld nauman sigur gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, 25-24. Gestirnir frá Seltjarnarnesi fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, en allt kom fyrir ekki og stigin tvö fara því til Valsmanna.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-28 | Allt á suðupunkti í Krikanum

FH og Selfoss skildu jöfn 28-28 þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta . FH jafnaði metin á lokasekúndunni og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Ragnar Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss en besti maður FH var Einar Örn Sindrason, einnig með 8 mörk.

Halldór Jóhann: “Rændur tækifærinu að vinna leikinn”

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, hafði ýmislegt að segja um seinustu andartök leiksins í viðureign FH og Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Honum þótti dómarar leiksins ræna sína menn tækifærinu á að vinna leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: KA-HK 33-30 |  KA á sigurbraut

KA vann mikilvægan sigur á HK í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 33-30 eftir spennuleik þar sem bæði lið áttu sína kafla. KA er því komið með tvo sigra úr síðustu tveimur leikjum og fara upp í 8 stig í deildinni.

Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó.

Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn

Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Sjá næstu 50 fréttir