Handbolti

Spánverjar og Danir tryggðu sér sigur í milliriðlunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir tryggðu sér sigur í millirðili þrjú með öruggum sigri gegn Þjóðverjum.
Danir tryggðu sér sigur í millirðili þrjú með öruggum sigri gegn Þjóðverjum. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Spánn og Danmörk tryggðu sér sigur í milliriðlum þrjú og fjögur á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta með sigrum í leikjum sínum í kvöld. Danir fóru illa með Þjóðverja og unnu 16 marka sigur og Spánverjar unnu sterkan þriggja marka sigur gegn Brasilíu.

Danir og Þjóðverjar mættust í uppgjöri efstu liðanna í milliriðli þrjú þar sem að bæði lið höfðu fullt hús stiga fyrir leikinn og höfðu þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum.

Dönsku stelpurnar reyndust mun sterkari og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. Þær skiptu síðan um gír í hálfleik og keyrðu yfir þær þýsku. Lokatölur urðu 32-16 og Danir tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins.

Sama staða var fyrir leik Spánverja og Brassa þar sem að bæði lið höfðu fullt hús stiga í milliriðli fjögur og bæði lið komin með sæti í átta liða úrslitum.

Heimakonur reyndust hlutskarpari og þriggja marka sigur Spánverja, 27-24, varð því niðurstaðan.

Þá fóru einnig fram tveir aðrir leikir fyrr í kvöld í sömu riðlum sem skiptu ekki eins miklu máli. Ungverjar unnu sjö marka sigur gegn Suður-Kóreu, 35-28, og Austurríki sigraði Króatíu 27-23.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.