Handbolti

Kínverjar drógu sig úr keppni vegna smits

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kínverski leikmaðurinn Mengqing Jin í leik á móti Austurríki á heimsmeistaramótinu.
Kínverski leikmaðurinn Mengqing Jin í leik á móti Austurríki á heimsmeistaramótinu. EPA-EFE/Manuel Lorenzo

Kínverska kvennalandsliðið í handbolta dró sig úr keppni síðastliðinn föstudag á HM sem fram fer á Spáni um þessar mundir eftir að einn leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Leikmaðurinn þarf því að dvelja í einangrun á Spáni nætu sex vikurnar áður en hún fær að halda heim á leið. Aðrir leikmenn liðsins, sem og starfsliðið, þurfa að dvelja í tveggja vikna sóttkví áður en þeir mega snúa aftur heim, að því gefnu að þeir greinist ekki með kórónuveiruna.

Kínverska liðið komst ekki áfram í milliriðla, en átti þó eftir að leika tvo leiki um laust sæti á HM. Leikjunum tveim, annars vegar gegn Túnis síðasta föstudag og hins vegar gegn Slóvakíu í dag, var því aflýst og Túnis og Slóvakíu dæmdur 10-0 sigur.

Kínverska kvennalandsliðið dró sig úr keppni eftir að einn leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.IHF
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.