Taldi að sitt fyrrum lið gæti komist í úrslitakeppnina en svo dró það sig úr keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 08:01 Sigrún Sjöfn í leik með Skallagrím á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir varð bikarmeistari með Skallagrími í febrúar árið 2020. Þegar hún gekk í raðir Fjölnis í haust taldi hún engar líkur að félagið myndi draga sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta skömmu síðar. Skallagrímur dró sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta á dögunum. Liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er tímabili og mikið gengið á innan vallar sem utan. Þó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spili í dag með Fjölni þá er hún alin upp í Borgarnesi og hefur verið – ásamt systrum sínum – andlit kvennaliðs félagsins um dágóða stund. Hún sá ekki þessi örlög fyrir sér er hún skipti yfir í Fjölni fyrir yfirstandandi tímabil. „Þegar ég skipti yfir í Fjölni nú í haust hélt ég að þær myndu halda áfram og vera með ágætlega öflugt lið ásamt því að stefna á að halda sæti sínu og mögulega gera tilkall til þess að komast í úrslitakeppnina. Það var því mjög leiðinlegt að sjá þetta í gær,“ sagði Sigrún Sjöfn í viðtali fyrir helgi. „Það var ákveðið að rífa þetta fyrir fimm, sex, sjö árum. Mamma og pabbi, systur mínar og Skallagrímur vildu gera öflugt kvennalið. Sem hefur vantað. Það var heldur betur náð að gera það á stuttum tíma. Ríkjandi bikarmeistarar þangað til í haust, stefnan var alltaf að koma með titil heim og það tókst.“ „Ég vona að það verði notaður þessi tími til að byggja upp og ná aftur í öflugt lið, bæði karla – og kvenna megin.“ „Það er náttúrulega leiðinlegt. Maður er búinn að skoða dagatalið og setja niður leiki sem og æfingar í kringum það. Mér finnst alltaf gaman að vera í Borgarnesi og ég á eftir að sakna þeirra,“ sagði Sigrún Sjöfn að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Sigrún Sjöfn um Skallagrím Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Skallagrímur Sportpakkinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. 8. desember 2021 08:01 Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. 9. desember 2021 20:20 Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. 28. október 2021 06:58 „Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. 5. október 2021 11:31 Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. 5. október 2021 10:48 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Skallagrímur dró sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta á dögunum. Liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er tímabili og mikið gengið á innan vallar sem utan. Þó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spili í dag með Fjölni þá er hún alin upp í Borgarnesi og hefur verið – ásamt systrum sínum – andlit kvennaliðs félagsins um dágóða stund. Hún sá ekki þessi örlög fyrir sér er hún skipti yfir í Fjölni fyrir yfirstandandi tímabil. „Þegar ég skipti yfir í Fjölni nú í haust hélt ég að þær myndu halda áfram og vera með ágætlega öflugt lið ásamt því að stefna á að halda sæti sínu og mögulega gera tilkall til þess að komast í úrslitakeppnina. Það var því mjög leiðinlegt að sjá þetta í gær,“ sagði Sigrún Sjöfn í viðtali fyrir helgi. „Það var ákveðið að rífa þetta fyrir fimm, sex, sjö árum. Mamma og pabbi, systur mínar og Skallagrímur vildu gera öflugt kvennalið. Sem hefur vantað. Það var heldur betur náð að gera það á stuttum tíma. Ríkjandi bikarmeistarar þangað til í haust, stefnan var alltaf að koma með titil heim og það tókst.“ „Ég vona að það verði notaður þessi tími til að byggja upp og ná aftur í öflugt lið, bæði karla – og kvenna megin.“ „Það er náttúrulega leiðinlegt. Maður er búinn að skoða dagatalið og setja niður leiki sem og æfingar í kringum það. Mér finnst alltaf gaman að vera í Borgarnesi og ég á eftir að sakna þeirra,“ sagði Sigrún Sjöfn að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Sigrún Sjöfn um Skallagrím Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Skallagrímur Sportpakkinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. 8. desember 2021 08:01 Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. 9. desember 2021 20:20 Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. 28. október 2021 06:58 „Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. 5. október 2021 11:31 Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. 5. október 2021 10:48 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. 8. desember 2021 08:01
Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. 9. desember 2021 20:20
Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. 28. október 2021 06:58
„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. 5. október 2021 11:31
Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. 5. október 2021 10:48