Körfubolti

Bikarmeistarar Hauka tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst í liði Hauka í dag.
Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst í liði Hauka í dag. Vísir/Hulda Margrét

Bikarmeistarar Hauka tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum VÍS bikars kvenna með öruggum 18 stiga sigri gegn 1. deildarliði ÍR í dag. Leikið var í Seljaskóla, en lokatölur urðu 76-58.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og þegar fyrsta leikhluta lauk var staðana jöfn 16-16.

Haukastúlkur tóku svo forystuna í öðrum leikhluta og byggðu ofan á hana í þeim þriðja. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn orðin 18 stig og staðan 62-44.

Haukarnir tóku þá fótinn af bensíngjöfinni í lokaleikhlutanum og liðin skoruðu 14 stig hvor í fjórða leikhluta. Niðurstaðan varð því 18 stiga sigur Hauka, 76-58, og liðið á leið í undanúrslit VÍS bikarsins.

Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst í liði Hauka með 15 stig, en í liði ÍR var það Elísabet Ýr Ægisdóttir sem var atkvæðamest með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×