Fleiri fréttir

Barcelona komst aftur á sigurbraut

Barcelona tók á móti Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í kvöld. Börsungar höfðu aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum, og því var 3-1 sigur í kvöld kærkominn.

Fjórði sigur Juventus í röð

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferðum ítölsku úrvalsdeildarinnar er Juventus búið að snúa genginu við og vinna næstu fjóra. Liðið tók á móti Roma í kvöld og vann góðan 1-0 sigur.

Haukakonur keyrðu Skallagrím í kaf

Haukar tóku á móti Skallagrím í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Óhætt er að segja að yfirburður Haukakvenna hafi verið algjörir, en lokatölur urðu 93-29.

Teitur á leið til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Fimmti leikurinn í röð hjá Guðmundi og félögum án sigurs

Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC heimsóttu New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, en þetta var fimmti leikurinn í röð þar sem Guðmundi og félögum mistekst að vinna.

Jónatan: Frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. KA-menn voru 16-17 yfir í hálfleik en skoruðu bara sjö mörk eftir hlé og Stjörnumenn unnu öruggan sex marka sigur, 30-24.

Annar stórsigurinn á tveimur dögum og Haukar eru komnir áfram

Haukar eru komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir 12 marka sigur gegn kýpverska liðinu Parnassos Strovolou, 37-25. Liðin mættust einnig í gær þar sem Haukar unnu 25-14, og samanlagður sigur þeirra var því 62-39.

Aron Elís lagði upp mark í tapi OB

Aron Elís Þrándarson, leikmaður OB Odense, átti stoðsendingu þegar að hann og félagar hans töpuðu fyrir Randers, 1-2, eftir að hafa komist yfir.

Úrslit: Everton - West Ham 0-1 | Ogbonna hetja West Ham

Everton fékk West Ham í heimsókn á Goodison park í Liverpool í dag. Fyrir leikinn voru Everton ósigraðir á heimavelli en það breyttist því West Ham vann leikinn 0-1. Charles Ogbonna skoraði sigurmarkið.

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar, átti flottan leik þegar að AZ Alkmaar gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp Utrecht, 5-1, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur

Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019.

Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving

Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina.

Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Selfyssingum jafntefli

Selfoss tók á móti slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Selfyssingar eru í fínum málum fyrir seinni leik liðanna, en ótrúlegar lokamínútur tryggðu liðinu jafntefli, 31-31.

Chelsea á toppnum eftir sigur gegn nýliðunum

Chelsea vann í dag 1-0 sigur þegar liðið heimsótti nýliða Brentford. Með sigrinum tryggðu Chelsea sér toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar fram að næstu helgi í það minnsta.

Einar Jónsson: Við unnum og það skiptir máli

Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, var að vonum sáttur með sigur á HK er liðin mættust í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur sem endaði með sigri Fram. Lokatölur 27-25. 

Mér líður eins og ég get ekki fengið á mig mörk

Víkingur vann ÍA 3-0 í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2021. Árið 2021 hefur verið frábært hjá Víkingi sem er Íslands- og bikarmeistari. Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, var afar kátur í leiks lok. 

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Haukar í frábærum málum fyrir seinni leikinn

Haukar heimsóttu kýpverska liðið Parnassos Strovolou í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna, en Haukar fara með 11 marka forskot í seinni leikinn eftir stórsigur, 25-14.

Aron skoraði sjö í naumum sigri

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, og í tveimur þeirra voru Íslendingar í eldlínunni. Arnon Pálmarsson skorai sjö mörk þegar að Álaborg sigraði Skjern með einu marki, 27-26, og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem vann fimm marka sigur gegn TMS Ringsted, 36-31.

Sjá næstu 50 fréttir