Sport

Aron Elís lagði upp mark í tapi OB

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Aron Elís í leik með Odense
Aron Elís í leik með Odense Lars Ronbog / FrontZoneSport

Aron Elís Þrándarson, leikmaður OB Odense, átti stoðsendingu þegar að hann og félagar hans töpuðu fyrir Randers, 1-2, eftir að hafa komist yfir.

Fyrir leikinn var OB í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig en Randers var með 18 stig í fimmta sætinu. Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið en þar var á ferðinni Mads Frokjær eftir góðan undirbúning hjá Aroni Elís.

Hammershoy-Mistrati brenndi af víti fyrir Randers á 32. mínútu, og staðan í hálfleik 1-0 fyrir OB. Það átti þó eftir að breytast. Stephen Odey jafnaði metin á 56. mínútu og svo skoraði Hammershoy-Mistrati sigurmarkið á 83. mínútu. Sárt tap hjá OB en Randers fer upp í fjórða sæti deildarinnar.

Elías Rafn Ólafsson stóð allan leikinn í marki Midtjylland sem gerði 2-2 jafntefli við Nordsjælland. Fyrir leikinn var Midtjylland á toppi deildarinnar en Nordsjælland um miðja deild. Nordjælland komst í 2-0 með mörkum frá Adingra og Thychosen en Brumado og Lind jöfnuðu leikinn fyrir Midtjylland sem trónir enn á toppi deildarinnar með fjöguarra stiga forystu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.