Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 11:00 Perisic á punktinum EPA-EFE/CLAUDIO PERI Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019. Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira