Handbolti

Jónatan: Frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jónatan Magnússyni var ekki skemmt eftir leikinn í Garðabænum.
Jónatan Magnússyni var ekki skemmt eftir leikinn í Garðabænum. vísir/vilhelm

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. KA-menn voru 16-17 yfir í hálfleik en skoruðu bara sjö mörk eftir hlé og Stjörnumenn unnu öruggan sex marka sigur, 30-24.

„Sóknarleikurinn sem við buðum upp á í seinni hálfleik var því miður algjör hörmung. Það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik gerðum við ekki í þeim seinni,“ sagði Jónatan í samtali við Vísi í leikslok.

„Boltinn flaut aldrei og sóknarleikurinn var hræðilegur. Við fundum aldrei lausn. Ég reyndi að hreyfa liðið en það sem við buðum upp á í seinni hálfleik var til skammar, satt best að segja.“

KA-menn voru í fínum málum í fyrri hálfleik en í þeim seinni hrundi leikur þeirra.

„Í fyrri hálfleik fannst mér við líklegri til að stinga þá af en þeir okkur. Við stóðum vörnina ágætlega lengi en fengum á okkur mörk úr hraðaupphlaupum og eftir fráköst,“ sagði Jónatan.

„Í seinni hálfleik stóð ekki steinn yfir steini í neinu. Því miður var þetta frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir í seinni hálfleik. Þetta var mjög vont.“


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×