Handbolti

Arnar Daði: „Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Daði ánægður með stig sinna manna í kvöld.
Arnar Daði ánægður með stig sinna manna í kvöld. vísir/hulda margrét

Arnar Daði var mjög sáttur með fyrsta stig sinna manna á tímabilinu þegar lið hans Grótta gerði jafntefli við Aftureldingu upp í Mosó í kvöld. Lokatölur 30-30.

Arnar Daði var skelkaður á lokamínútum leiksins í kvöld.

„Veit ekki hvort það sé „loosera“ hugsun en auðvitað fór aðeins um mig þarna í lokin. Veit ekki hvert ég hefði farið ef við hefðum tapað þessum leik. Jesús Kristur hvað ég er fegin að við náðum í stig og vera í momenti á að vinna í lokin. Þegar upp er staðið er þetta frábært stig, frábær frammistaða.“

Arnar Daði minntist á í viðtali fyrir leik hversu gott lið Afturelding sé. Hann undirstrikaði það einnig eftir leik.

„Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta án djóks best mannaði hópur á landinu, þetta Aftureldingarlið.“

Jafnteflið í kvöld tryggði fyrsta stig Gróttu þetta tímabilið.

„Þetta var ótrúlega dýrmætur punktur fyrir framhaldið. Auðvitað geta menn misst trúna þegar illa gengur, en það var ekki að sjá alla vikuna fyrir þennan leik. Þessir gæjar í liðinu eiga hrós skilið. Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera. Verðum bara að halda áfram.“

Arnar Daði var sáttur með markaskorun liðsins í kvöld.

„Við höfum verið í erfiðleikum með að skora, samt ekki í erfiðleikum með að fá færi. Það var bara allt inni (í kvöld). Óli frábær, Biggi frábær, skynsamir sóknarlega. Við töpuðum gríðarlega fáum boltum og skotnýtingin góð. Við vorum trúir okkar leik. Nú er bara áfram.“

Varðandi leikina sem eru framundan sagði Arnar Daði þetta: „Þeir leggjast vel í mig, þetta er geðveikt gaman að taka þátt í þessu. Sérstaklega þegar maður er með alla strákana með sér í liði og allir að sigla í sömu átt. Enginn bilbugur á okkur að sjá sama hvernig gengur í öllum leikjum, sem er virðingarvert.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.