Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 10:00 Brooklyn Nets eru með vel mannað lið EPA-EFE/Peter Foley Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sjá meira
Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sjá meira