Handbolti

Annar stórsigurinn á tveimur dögum og Haukar eru komnir áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur Hauka með níu mörk.
Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur Hauka með níu mörk. Vísir/Hulda Margrét

Haukar eru komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir 12 marka sigur gegn kýpverska liðinu Parnassos Strovolou, 37-25. Liðin mættust einnig í gær þar sem Haukar unnu 25-14, og samanlagður sigur þeirra var því 62-39.

Þrátt fyrir að leika á heimavelli var þetta skráður útileikur kýpverska liðsins. Þeir byrjuðu betur og komust í 5-2, en þá hrukku Haukarnir í gang og fóru með sex marka forskot í hálfleikinn, 18-12.

Haukarnir stigu ekki af bensíngjöfinni í seinni hálfleik og náðu mest 13 marka forskoti í stöðunni 33-20. Lokatölur urðu eins og áður segir 37-25, og Haukar eru því komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar.

Darri Aronsson hélt uppteknum hætti frá leiknum í gær og skoraði sex mörk, en markahæstur Hauka var Stefán Rafn Sigurmannsson með níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×