Sport

Dagskráin í dag: Sófasunnudagur af bestu gerð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn taka á móti ÍBV í Olís-deild karla í dag.
Valsmenn taka á móti ÍBV í Olís-deild karla í dag. vísir/elín

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á hvorki meira né minna en ellefu beinar útsendingar á sannkölluðum sófasunnudegi.

Stöð 2 Sport

Handboltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport í dag en klukkan 15:45 hefst útsending frá stórleik Vals og ÍBV að Hlíðarenda. Rúmum tveim tímum síðar, eða klukkan 17:50 hefst bein útsending frá Mosfellsbæ þar sem að heimamenn í Aftureldingu taka á móti Gróttu.

Seinni bylgjan gerir upp þriðju umferð Olís-deildarinnar að þessum leikjum loknum, en gera má ráð fyrir að landfestar verði leystar klukkan 19:30.

Stöð 2 Sport 2

Stöð 2 Sport 2 er helguð fótbolta í dag, hvort sem það er enskur eða amerísku fótbolti. Enska 1. deildin er á sínum stað, en klukkan 10:55 hefst útsending frá viðureign Swansea og Cardiff.

Seinni partinn og í kvöld eru svo tveir leikir á dagskrá í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Klukkan 17:00 er það viðureign Baltimore Ravens og LA Chargers, og klukkan 20:20 er það svo viðureign New England Patriots og Dallas Cowboys.

Stöð 2 Sport 3

Baskonia og Lenovo Tenerife eigast við í spænska körfuboltanum klukkan 16:20.

Stöð 2 Sport Golf

Estrella Damm N.A. Andalucia Masters á Evrópumótaröðinni heldur áfram frá klukkan 11:30, áður en The CJ Cup @ Summit á PGA-mótatöðinni leiðir okkur inn í nóttina frá klukkan 21:00.

Stöð 2 eSport

Heimsmeistaramótið í League of Legends er enn í fullum gangi og í dag klárast C-riðillinn. Eins og áður hefst útsending klukkan 11:00.

Turf deildin í Rocket League er á sínum stað og hefst útsending klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×