Fleiri fréttir

Stórt tap í síðari leiknum í Eistlandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með 21 stigs mun, 93-72, fyrir Eistlandi í síðari æfingaleik liðanna ytra í dag. Liðið heldur heim á morgun og býr sig undir leiki í forkeppni HM 2023.

Mikael greindist með Covid-19

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.

Fámennasta þjóðin sem vinnur verðlaun á Ólympíuleikum

Alessandra Perilli skráði sig og þjóð sína, San Marinó, í sögubækur Ólympíuleikanna þegar hún vann til bronsverðlauna í skotfimi kvenna. Zuzana Rehák-Stefeceková frá Slóvakíu hreppti gullið á nýju Ólympíumeti og hin bandaríska Kayle Browning varð önnur.

Fórnarlömbum Hillsborough slyssins fjölgar úr 96 í 97

Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið.

Norðurá aflahæst af laxveiðiánum

Nýjar vikutölur voru birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og nú ber svo við að Norðurá er aflahæst laxveiðiánna.

Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma

Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu.

Dagskráin í dag: Heldur Breiðablik uppi heiðri Íslands í Evrópu?

Karlalið Breiðabliks í fótbolta stendur upp úr í dagskrá dagsins á rásum Stöðvar 2 Sport í dag er liðið keppir í Sambandsdeild Evrópu seinni part dags. Þá verður farið yfir nýliðna umferð í Pepsi Max-deild kvenna og keppt er á Evróputúrnum í golfi.

Björgvin Karl fjórði og Katrín Tanja sjötta eftir fyrsta daginn

Björgvin Karl Guðmundsson er fjórði í einstaklingskeppni karla eftir fyrsta keppnisdaginn á heimsleikunum í CrossFit í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stendur best af íslensku konunum þremur, og er í sjötta sæti.

Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega

Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma.

Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíu­leikana

Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona.

Rúnar Már skoraði og lagði upp er Cluj fór áfram

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt og lagði upp annað er lið hans Cluj frá Rúmeníu fór áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kjölfar sigurs á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í kvöld.

Viðar Ari á skotskónum í sigri Sandefjord

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni er fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Ari Jónsson var sá eini sem fagnaði sigri en hann skoraði í þokkabót.

Tólf stiga tap Íslands í Eistlandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 91-79 fyrir Eistlandi í æfingaleik ytra í dag. Ísland leiddi í hálfleik en strembinn þriðji leikhluti hafði sitt að segja.

Sjá næstu 50 fréttir