Sport

Sjáðu viðbrögð fjölskyldu Sunisu Lee þegar hún vann Ólympíugullið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunisa Lee bíður spennt eftir lokaeinkunn sinni og skömmu síðar var hún orðin nýr Ólympíumeistari í fjölþraut.
Sunisa Lee bíður spennt eftir lokaeinkunn sinni og skömmu síðar var hún orðin nýr Ólympíumeistari í fjölþraut. AP/Gregory Bull)

Sunisa Lee er nýr Ólympíumeistari í fjölþraut kvenna í fimleikum eftir frábæra frammistöðu í dag. Hún hélt uppi heiðri Bandaríkjamanna í fjarveru Simone Biles.

Sunisa er aðeins átján ára gömul og er að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hún hafði áður unnið silfur með bandarísku sveitinni í liðakeppni.

Lee er fimmta bandaríska konan í röð sem vinnur fjölþraut kvenna á Ólympíuleikum en um leið sú fyrsta af asískan ættum.

Fjölskylda hennar, sem er af Hmong kynþættinum og býr í Minnesota, fylgdist vel með keppninni frá Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af öllum hópnum frá stundinni þegar Sunisa Lee tryggir sér Ólympíugullið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×