Sport

Úrræðagóður Ólympíumeistari notaði smokk til laga kajakann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Fox með langþráð Ólympíugull sem hún vann í nótt.
Jessica Fox með langþráð Ólympíugull sem hún vann í nótt. AP/Kirsty Wigglesworth

Jessica Fox varð í nótt Ólympíumeistari í fyrsta sinn á ferlinum þegar hún tryggði sér sigur í svigkeppni á kanó. Hún hefur þar með unnið öll möguleg verðlaun á Ólympíuleikum, gull, silfur og brons.

Hin ástralska Fox er 27 ára gömul og hafði áður unnið silfur á Ólympíuleikunum í London 2012 og brons á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann líka brons á kajak svigi fyrr á þessum leikum.

Þar var einmitt þar sem hin úrræðagóða Fox komst í fréttirnar. Kajakinn hennar skemmdist en hún fann leiðir til að laga hann og notaði síðan smokk til að halda öllu saman og minnka viðnámið í vatninu.

Instagram/@jessfox94

„Ég þori að veðja að þú vissir ekki að það væri hægt að nota smokk til að laga kajakann þinn,“ skrifaði Jessica Fox á samfélagsmiðla sína eins og sjá má hér til hliðar.

Fox skrifaði þetta eftir að hafa unnið bronsið í kajak svigi á leikunum en þá hafði hún enn einu sinni misst af Ólympíugullinu. Gullið kom aftur á móti í hús í nótt.

Jessica var þá aftyr að keppa í svigi en núna á kanó. Hún var á undan hinni bresku Mallory Franklin sem fékk silfur og Þjóðverjinn Andrea Herzog fékk svo brons.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.