Fleiri fréttir

Pellegrini: Fórum illa með færin

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City var óneitanlega svekktur að hafa ekki landað öllum stigunum þremur gegn Everton í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Haukastelpur fyrstar til að leggja Fram

Haukar unnu Fram 22-19 í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Haukar urðu þar með fyrsta liðið til að leggja Fram að velli í vetur.

Fyrrum samherji Ólafs Inga lést í bílslysi

Junior Malanda leikmaður Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta lést í bílslysi í dag á hraðbraut nærri Porta Westfalica. Malanda var fyrrum samherji Ólafs Inga Skúlasonar hjá Zulte Waregem.

Allegri: Erfitt að kaupa gæði í janúar

Massimiliano Allegri þjálfari Juventus segir erfitt að kaupa sterka leikmenn í janúar en ítölsku meistararnir eru á höttunum á eftir Wesley Sneijder hjá Galatasaray.

Grótta með öruggan sigur í Eyjum

Grótta átti ekki í neinum vandræðum með að leggja ÍBV að velli 31-21 í Olís deild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.

Þýskaland lagði Tékka öðru sinni

Þýskaland lagði Tékkland 27-22 í vináttulandsleik í handbolta í dag í Þýskalandi. Þýskaland vann fyrri leik liðanna í gær 32-24.

Stjarnan lagði HK í háspennuleik

Þrír leikir í Olís deild kvenna í handbolta fóru fram í dag. Stjarnan marði HK 25-24, Valur lagði Selfoss á Selfossi 24-22 og KA/Þór vann uppgjör botnliðanna gegn ÍR 28-23.

Real Madrid vaktar David De Gea

Spænska stórliðið Real Madrid fylgist vel með stöðu spænska markvarðarins David De Gea hjá Manchester United.

Breiðablik skellti FH | Arnór Sveinn hetjan

Fótbolti.net mótið í fótbolta hófst í dag með þremur leikjum. Breiðablik lagði FH 2-1, Keflavík og Grindavík gerðu jafntefli 1-1 og ÍA sigraði Þrótt 3-1.

Russell Henley í forystu eftir fyrsta hring á Hawaii

Mörg góð skor á fyrsta hring á Kapalua vellinum en Henley stal senunni með frábærri frammistöðu á flötunum. Sang-Moon Bae, sem reynir þessa dagana að komast undan herskyldu í heimalandinu, lék einnig frábært golf og er í öðru sæti.

Róbert: Ég er orðinn meira vinnudýr

Róbert Gunnarsson segir að sitt hlutverk í landsliðinu hafi breyst á síðustu árum og sjálfur hafi hann breyst sem leikmaður. Hann hefur ekki áhyggjur af færri mörkum af línunni síðan Ólafur Stefánsson hætti.

Hættulegt að setja óreynda menn inn í mikilvæga leiki

Nýtt starfsár hefst senn hjá landsliðsþjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni en Ísland mætir Kanada í tveimur vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum. Svíinn hlakkar til að kynnast nýjum mönnum.

Real í engum vandræðum með Espanyol

Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á árinu er Real Madrid komið á sigurbraut en liðið skellti Espanyol 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Palace úr fallsæti | Sjáið mörkin

Crystal Palace lagði Tottenham 2-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Tottenham skoraði fyrsta mark leiksins eftir markalausan fyrri hálfleik.

Burnley úr fallsæti

Burnley gerði sér lítið fyrir og lagði QPR 2-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið lyfti sér þar með úr fallsæti.

Bannað að þegja í NFL-deildinni

Hinn frábæri hlaupari Seattle Seahwks, Marshawn Lynch, hefur verið sektaður um 13 milljónir króna þar sem hann neitar að tala við fjölmiðla.

Boston sækir um ÓL 2024

Ólympíunefnd Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Boston muni sækja um sumarólympíuleikana árið 2024 fyrir hönd þjóðarinnar.

22-1 fyrir Svía á sænskri grundu

Íslenska handboltalandsliðið mætir Svíum í kvöld á æfingamóti en þrátt fyrir að mótið fari fram í Danmörku þá fer þessi leikur fram í Kristianstad í Svíþjóð.

Sjá næstu 50 fréttir